Norðurljósið - 01.01.1982, Side 105
norðurljósið
105
Sýknun Frakkans
Eftir dr. Oswald J. Smith.
Einu sinni bar svo til, að frægur, franskur maður var lögsóttur
fyrir glæp og sekur fundinn. Hann hélt því fast fram, að hann
væri saklaus. Eigi að síður var hann dæmdur sekur og í ævilangt
fangelsi. Nokkru síðar kom í ljós, að hræðileg mistök höfðu átt
sér stað, og að hann væri alsaklaus. Forseti Frakklands fyrirgaf
honum. Var farið með skjalið í fangelsið til hans.
Er farið var með skjalið til hans, urðu allir forviða. Hann
vildi alls ekki taka við því. Eg þarfnast ekki fyrirgefningar,
hrópaði hann. Eg er ekki sekur um nokkurn glæp. Hvernig
getur forsetinn fyrirgefíð mér, fyrst ég er saklaus?
Ég vil nýtt réttarhald og að lýst sé yfir, að ég er saklaus.
Annars verð ég kyrr þar, sem ég er. Burt með ykkar fyrirgefn-
ingu. Eg vil hana ekki. Og hann varð kyrr þar, sem hann var.
Vinir hann hófust handa áður en langt leið. Þeir kröfðust nýs
réttarhalds, að málið yrði tekið upp að nýju. Þeir fengu það
loksins. Aftur var hann yfirheyrður. Dómsúrskurðurinn
hljóðaði þannig þá: Ekki sekur. Ur réttarsalnum gekk hann
hnarreistur. Sem frjáls maður horfðist hann í augu við heiminn,
réttlættur af dómstólum Frakklands.
Þetta er það, vinur minn, sem Guð getur gjört fyrir þig. Ekki
vegna þess, að þú ert saklaus, „því að allir hafa syndgað“ og eru
sekir, heldur vegna þess, að Jesús bar hegningu synda þinna á
h'kama sínum á trénu. Hann dó í þinn stað. Fyrst nú synd þín
hefur verið tilreiknuð honum, þá getur Guð réttlætt þig og talið
þig réttlátan. Hann getur lýst yfir „ekki sekur“ um þig.
O, vinur minn, ert þú líkur týnda syninum? Hefur þú snúið
baki við Guði? ... Allan tímann hefur hann verið að bíða þess,
að þú kæmir heim. Hann er að gæta að því, hvort þú sért ekki að
koma? . . . Komdu þá til Krists. Komdu alveg eins og þú ert,
fátækur, ósjálfbjarga syndari, sekur og sakfelldur. Láttu hann
ftelsa þig. Gerðu það, og gerðu það NÚ:
(S.G.J. þýddi)