Norðurljósið - 01.01.1982, Side 107
norðurljósið
107
hélt hún örg áfram og æsti sig upp að nýju. Þau jarma bænir og
vilja helst, að ég geri eins. En ég þakka nú fyrir mig.
Eru foreldrar þínir sannkristnir? spurði hann.
Ofstækisfólk, segi ég. I svip hennar speglaðist hatur.
Foreldrar mínir eru líka sannkristnir, sagði hann rólega.
Þeim líkar ekki, að ég fari í þessar fjallakofa-ferðir. Ég er nú
heima, því að ég vil ekki særa þau.
Hvert ætlar þú? spurði hann allt í einu.
A heimsenda eða lengra. Viltu verða samferða?
Fúslega, þér fer það vel að vera rdð, sagði hann hlæjandi,
haltu því áfram.
Það verð ég áreiðanlega með þessum foreldrum.
Ég held þeim hljóti að líða vel, svaraði hann. Þau lifa
samkvæmt trú sinni.
Galið fólk! Ég blygðast mín fyrir foreldra mína. Þau eru
afturhaldssöm.
Veit það ekki, sagði hann seinlega. Erum við komin svona
langt?
Það erum við. Jæja.
Hún nam staðar og horfði beint upp í andlit hans.
Þú hefur líklega ekki heyrt, að það er tvisvar búið að lenda á
tunglinu?
Hann brosti út í annað munnvikið.
Fréttirnar hef ég heyrt. Framfarirnar fínnast mér ekki
rniklar hér á jörðinni, svona manna á meðal. Það er hreinn
óskapnaður.
Hún yppti öxlum, lagði af stað og stappaði í snjóinn.
Það er ekki að búast við öðru en að foreldrarnir séu einfaldir.
Sjö ára skólaganga hjá þeim flestum. Hefur þú tekið eftir því,
hvernig þau tala? Oftsinnis eins og þriðjabekks fólk, þetta
gremst mér. Þau ætla svo að kenna mér, mér! sem hef verið í
skóla í tólf ár.
Eg er ekki viss um þetta. Ég hef talað við margt aldrað fólk,
sem ekki hefur verið mikið í skóla. En lífsspeki þess hef ég
undrast. Það hefur fylgst með, tileinkað sér það sjálft. Það er
hlýrra, áhugasamara heldur en við, marglesna fræðivitsfólkið,
sem hefur gleymt fræðslunni, þegar prófíð er búið.
Hún stansaði á götunni, meinaði honum að halda áfram,