Norðurljósið - 01.01.1982, Qupperneq 108
108
NORÐURLJÓSIÐ
starði í augu hans. Grænir logar voru í augunum, vangarnir
rauðir. h
Gættu þess, að þú verðir ekki mótstöðumaður tímans,
framfaranna. Gættu þess, að eiturörvar kristnidómsins hitti
þig ekki. Þær fljúga um í heimilinu þínu.
Hann nam staðar skelfdur og sagði ekkert. Hann horfði yfír
hvítklædda ásana.
Það er friður yfír náttúrunni. Hugsaðu þér, ef slíkur friður
og ró hvíldi yfir mönnunum.
Hún klemmdi varimar saman.
Þeir eiga gott, sem trúa og játa það, hélt hann áfram. Ég trúi
líka á Guð innra með mér. Ég er sannfærður og hef séð hann í
öllu því, sem er skapað. Það er fram úr skarandi - frá því lífi, er
aðeins sést í smásjá, til stjarnþokanna geysistóru. Ekki getur
þetta hafa skapað sig sjálft? Með undrun tilbið ég þennan
skapara. En ég vil ekki játa þessa trú mína fyrir mönnum. Ég vil
ekki taka mig út úr fjöldanum - ganga um sem heimskingi.
Hugleysingi, hreytti hún út úr sér. Hversu langt kemst þú á
þessari einu ævi þinni með því að þora ekki að fylgja þinni eigin
sannfæringu? - að vera ekki sannur gagnvart sjálfum þér og
öðrum? - Ég vil fúslega trúa, en get það ekki. Mér fmnst það allt
of heimskulegt. En tryði ég, skyldi ég leggja mig fram. Kannski
yrði ég eins og bróðir minn. Hann er aðeins þrettán ára gamall.
En hann fylgir alveg foreldrum mínum. Aðrir, sem eru sama
sinnis og hann, heimsækja hann. Þeir lesa og biðja, svo að undir
tekur í veggjunum, spila kristilegar plötur. Svo leggur hann
agn fyrir mig, kristilegt smárit, sem hann breiðir úr. Illa
dulklætt hrósar hann samkomunum, er vekja hjá þeim svo
mikinn áhuga. Allt er þetta gagnslaust. - Trú minni get égekki
beint að tómu loftinu, þvingað mig til að imynda mér eitthvað.
Sönn vil ég vera gagnvart sjálfri mér.
Þau héldu áfram, þögðu lengi.
I snjónum brakaði undir sólum skónna. Stundum heyrðust
háir frostbrestir, stundum djúpir. Annars var allt hljótt. Fugl
flaug á milli trjágreina, hreyfði stélið.
Allt í einu nam hún staðar og hló.
Við skorum á hann.
Hvern?