Norðurljósið - 01.01.1982, Page 109
norðurljósið
109
Guð. Hann getur sýnt okkur, að hann er til.
Stúlka, ertu galin? Það er ekki siður að gjöra slíkt. Þú verður
að sýna virðingu.
Hún spennti greipar, lagði hendur að enni sér.
Guð, sýndu mér, að þú ert til.
Hún stóð grafkyrr, sekúndur, mínútur. Ekkert gerðist.
Bifreið ók framhjá, bifreið með ókunnugt fólk. Þetta var allt
og sumt.
Þarna sérðu, sagði hún sigri hrósandi. Ungfrúin í sunnudaga
skólanum sagði, að við fyndum Guð, ef við leituðum hans af
öllu hjarta. Hún var vön að vitna í ritningarorð:
Vér viljum kosta kapps um að þekkja hann. Koma hans er
eins áreiðanleg sem það, að morgunroðinn rennur upp. Hún
sagði, að andlegu lögmálin séu alveg eins áreiðanleg og lögin í
náttúrunni. En nú sérð þú: ég leitaði hans í alvöru, og hann
kom ekki.
Hún gekk liðugt eftir götunni og sveiflaði örmunum.
Þau þögðu um stund, hægðu á sér.
Það var kristileg hljómlist hjá þeim í bifreiðinni.
Slíkt var ekkert óvanalegt í bifreiðum.
Hún heyrði það - og hugsaði.
Alveg sami sálmurinn og við æfðum þríraddað í sunnudaga-
skóla-veislunni, þá skemmtum við okkur vel. Og hvað hann
hreif mig! Við lærðum greinar úr ritningunni og fengum
hugmynd um Guð, sem elskaði svo, að hann gaf son sinn. Sá,
sem elskar, gefur, las hún.
Eg lá vakandi um kvöldið og gladdist yfir englasöngnum á
Betlehems-völlum, er þeir sögðu fréttirnar, að frelsarinn væri
fæddur. Ég gladdist yfír himneska ljósinu, sem lýsti í nætur-
myrkrinu, - yfír frelsara, sem kom frá öðrum heimi og betri
veröld. Hann var sá, er elskaði og sýndi það í verki. Hann tók
hina óstyrku að sér, læknaði sjúka, grét með þeim, sem liðu illt,
boðaði sannleik og réttlæti. Þess vegna varð hann óvinsæll, var
hataður og negldur á kross. En hann fyrirgaf þeim, sem gjörðu
það, og bar umhyggju fyrir þeim, er hjá honum stóðu, uns hann
gaf upp andann.