Norðurljósið - 01.01.1982, Síða 111
norðurljósið
111
orðið veik. Og hún hafði verið svo óþæg við hana seinni
partinn. Skefld spennti hún greipar.
Hún litaðist um í tómri íbúðinni.
Þá opnuðust dyr. Bróðir hennar kom inn. Það leit út fyrir, að
hann hafði grátið. Faðir hennar kom rétt á eftir. Hann sýndist
líka æstur. æstur gat hann orðið stundum. Þeir sögðu ekki neitt,
störðu bara rannsakandi á hana. Angistin náði tökum á henni.
Hún vildi spyrja, en gat það ekki.
Allt í einu stóð móðir hennar í dyrunum. Ekki var hún
sjúkleg að sjá. Hún Ijómaði af gleði og heilbrigði.
Mamma, þú ert lifandi! hrópaði hún og fleygði sér um
hálsinn á henni.
Já, það er svo að sjá, svaraði hún brosandi og hélt henni
dálítið frá sér. En þú, hvernig líður þér? Hún horfði spennt á
dóttur sína.
O-já. Eg hef tekið á móti Jesú, gerst sannkristin. Þetta
gerðist um klukkan 2. - Nei, það gerðist ekkert þá. Ég blátt
áfram bað Guð, ef hann væri til, þá yrði hann að stjórna mér.
En ekkert gerðist. Ekkert annað en það, að bifreið var ekið
framhjá. Ut úr henni heyrðist kristileg hljómlist. Þá kom í huga
niér ritningarorð. Það byrjaði einmitt þá.
Nú skaltu heyra, sagði faðir hennar rólega. Þegar þú raukst
upp frá borðinu, misstum við öll lyst á matnum. Við urðum
sammála um að biðja fyrir þér í staðinn. Við tókum Guð á
orðinu að hvar, sem tveir af yður verða sammála á jörðinni,
mundi hann veita þeim það, sem þeir biðja um. Við háðum öll
þrjú stríð í örvæntingu. Og klukkan fimm mínútur yfir hálf-tvö
greip fullvissan okkur. Þá fórum við að þakka Guði.
(Þýtt úr Livets Gang. S. G.J.)
Gleðiblær sannkristins fólks
Sumt fólk skoðar sinn innri mann og mistök sín. Aðrir líta
Umhverfis sig á það, sem tálmar þeim. Sumir horfa á frelsara
sinn, og ásjóna þeirra er sem sólríka suðrið. - Mark Guy Pearse.