Norðurljósið - 01.01.1982, Qupperneq 112
112
NORÐURLJOSIÐ
Utlendi skipstjórinn
Kennslustund í reikningi stóð yfir í skóla, sem var á vestur-
strönd Jótlands. En hvorki Jakobsen kennari eða nemendurn-
ir 22 virtust hafa nokkurn sérstakan áhuga fyrir þeirri list að
reikna. Hver gat líka haldið huganum við þurrar tölur, þegar
stormurinn vældi og blístraði úti fyrir skólahúsinu, einkum
þegar skip hafði strandað í svo sem tveggja km. fjarlægð?
Kennarinn stóð við gluggann og horfði út. Hann gaf því ekki
gaum, að börnin voru öðru hvoru að hvíslast á. Hann sneri sér
loksins að þeim og sagði. Það er víst best, að við hættum í dag.
Það eru aðeins tveir tímar eftir. Eða viljið þið heldur vera kyrr?
Nei! nei! sögðu börnin svo sem einum munni.
Takið þá dótið ykkar saman, sagði Jakobsen kennari um leið
og hann gekk að kennaraborðinu. Er allt, sem heyrði reikningi
til, var horfið af skólaborðunum, lagði hann hendurnar saman.
Börnin fylgdu dæmi hans, og með hneigðu höfði hlýddu þau á
bæn kennarans, er hann bað til hins máttuga Guðs og föður í
himnunum. Sem venja var þakkaði hann Guði fyrir allar
tímanlegar gjafír, sem hann hafði veitt. Þar næst fór hann að
biðja fyrir áhöfninni, sem var innanborðs í strandaða skipinu.
Meðal annars sagði hann: Kæri Drottinn og frelsari.
Mennirnir, sem eru þarna úti í strandaða skipinu, fínna, að þeir
megna ekkert gegn stormi og hafí. Þú aleinn megnar að koma
þeim hólpnum á land. En sé það ekki vilji þinn, að þeir komist
hólpnir á land, þá vertu þeim nálægur á síðustu stundu þeirra,
svo að frelsaðar sálir þeirra, af náð þinni, komist í himnanna
björtu höfn. Kennarinn endaði með „Faðirvorinu“ og söngn-
um fagra: „Glaður alltaf gakk þinn veg“. Þá flýttu börnin sér út
úr skólastofunni, gripu í forstofunni yfirhafnir og flýttu sér
sem hraðast heim. Ekkert þeirra ætlaði sér að vera heima. Allir
urðu að fara niður að hafinu til að horfa á þetta áhrifamikla
atriði: björgun skipbrotsmanna úr sjávarháska.
Akafari var víst enginn en 14 ára gamall piltur, Sveinn
Eiríkur að nafni. Eftir tvær vikur átti að ferma hann. Hann átti
þá brennheitu ósk: að komast út á hafið og sigla. I mörg ár hafði
sjórinn dregið hann að sér með afli, sem ekki varð staðið á móti.