Norðurljósið - 01.01.1982, Side 113
norðurljósið
113
Aðra stöðu en sjómannsins gat hann ekki hugsað sér í lífínu.
Hann skildi samt, að þetta mundi hafa mikla erfiðleika í för
með sér fyrir hann. Foreldrarnir, einkanlega móðir hans, gátu
ekki hugsað sér, að drengurinn þeirra kæri færi út á duttlunga-
fullt og hættulegt haf. Og af því að Sveinn Eiríkur var góður
drengur, gat hann ekki fengið af sér að gera á móti skapi
foreldra sinna. En innst inni hjá honum var hryggð yfír því, að
hann gæti ekki náð því, sem var hans mesta áhugamál.
Strax og Sveinn Eiríkur var kominn heim, bað hann föður
sinn leyfís að mega fara niður að ströndinni.
Það mátt þú, og við getum orðið samferða. En fyrst verður
þú að fá eitthvað að borða, sagði faðir hans.
Móðir Sveins Eiríks greip þá fram í samtalið og sagði við son
sinn: Það getur kannski orðið þér til gagns, að þú farir niður að
ströndinni. Það getur verið, að þú læknist þá af löngun þinni að
sigla.
Eg held ég missi aldrei löngunina til að verða sjómaður,
svaraði hann, á meðan hann flýtti sér að borða matinn, sem
móðir hans hafði fært honum.
Fjöldi manns var þegar kominn niður að ströndinni, er þeir
komu þangað. Stormurinn var nærri því orðinn að fellibyl.
Risavaxnar bylgjur gengu yfír nauðstadda skipið. Björgunar-
báturinn komst ekki út. Björgun þessara skipbrotsmanna fór
því fram í björgunarstóli. Þó nokkuð margir sjómenn höfðu þá
þegar verið fluttir á land í honum. Aðeins þrír voru eftir.
Hrollur fór um áhorfendur, er þeir sáu, að bæði stóll og maður
hurfu í öldurnar öðru hvoru, meðan þeir voru dregnir til lands.
Skipstjóranum var bjargað síðustum allra. Nærri lá, að fólkið á
ströndinni fengi andköf, er það sá hann. Hann var mjög ungur,
°g karlmannlegt andlit hans ljómaði af kjarki og einbeitni.
Varla var fyrr búið að bjarga honum úr stólnum, en hann
hneigði höfuðið og spennti greipar ásamt bæn og þakkargjörð
fyrir það, að hann og skipshöfn hans frelsuðust frá því: að bíða
bana í öldunum. Siðan horfði hann út á hafíð. Einmitt þá braut
sjórinn skipið hans í spón, og þá brá fyrir angurværð í svip
hans.
Skipstjórinn fékk húsnæði á heimili Sveins Eiríks. En fólkið í
sókninni tók að sér áhöfn skipsins. Öllum leist vel á þennan