Norðurljósið - 01.01.1982, Síða 117
norðurljósið
117
Frú Hoj sagði ekki neitt, en gekk á brott byrst á svip. Marta
var mjög hrygg yfir því, að hún skyldi vera grunuð um: að hafa
tekið hringinn. Hún var góð stúlka, sem gætti boða Guðs og
elskaði frelsarann. Eigi að síður var augljóst, að sá mikli grunur
var fallinn á hana, að hún hefði tekið hringinn. Þess varð hún
vör greinilega. Húsmóðir hennar, sem annars var henni svo
góð, sárbað hana að skila hringnum aftur til eigandans. Marta
grét, því að henni fannst það svo ranglátt, að hún skyldi vera
talinn þjófur. I vandræðum sínum bað hún Jesúm, að hann
vildi láta hringinn koma í leitirnar aftur, svo að hún yrði
hreinsuð af þessum grun.
Bæði móðir Mörtu og Páll, bróðir hennar, urðu mjög hrygg
yfir því, að hún skyldi vera grunuð um: að hafa tekið hringinn.
Fau vissu bæði, að hún hafði ekki gert það. Hún hafði fengið
feyfi til að vera kyrr á búgarðinum. En augljóst var, að
húsmóðir hennar bar ekki lengur traust til hennar.
Páll hafði líka beðið Jesúm, að hringurinn kæmi í leitirnar.
Kvöld nokkurt, er hann gekk um garðinn, datt honum nokkuð í
hug. Skjórar áttu hreiður uppi í tré, sem var þarna í nánd við
laufskálann. Af því að hann hafði heyrt, að skjórar tækju
stundum skínandi hluti og færu með þá upp í hreiður sitt, gat
þá ekki átt sér stað, að skjórinn hefði tekið hringinn á borðinu
°g flogið með hann upp í hreiður sitt? Skjórahreiðrið varð að
rannsaka og það samstundis. Hjá Páli var sem sé skammt á milli
hugdettu og framkvæmdar. Brátt var hann kominn upp í
hávaxna tréð. En erfitt var að komast að hreiðrinu. Tréð var svo
grannvaxið, að það sveiflaðist mikið til vegna þunga hans.
Honum tókst þó samt að komast alla leið. Þolinmóður
rannsakaði hann hreiðrið. En ekki fannst hringurinn. Hnugg-
Jnn fór hann að klifrast niður. Þá varð hann fyrir því óhappi, að
gteinin ein brotnaði undan þunga hans. Féll hann þá til jarðar.
Fótbrotnaði hann og kenndi svo mikið til, að hann hljóðaði
hátt. Húsmóðirin kom þegar hlaupandi ásamt frú Hoj. Þær
höfðu verið á göngu úti í garðinum og heyrðu óp hans. Frú Hoj
aumkvaði hann mikið. En húsmóðir hans hljóp inn til að síma
efrir lækninum. En kæri drengur, hvers vegna varstu að klifra
UPP í þetta háa tré? spurði frú Hoj.
Eg vildi vita, hvort skjórarnir hefðu getað tekið hringinn