Norðurljósið - 01.01.1982, Side 120
120
NORÐURLJÓSIÐ
peninga? Nei. Átti ég nokkra ættingja í New York? Nei. Þá
lokuðu þeir mig inni fyrir flakk.
Hvenær létu þeir þig lausan?
I gærmorgun, þriðjudagsmorgun.
Sonur, hefur þú fengið nokkuð að eta?
Pilturinn leit á Hadley. Stór tár komu í augu hans. Herra ég
er ekki að betla.
Sam mælti: Eg sagði ekki, að þú værir að betla. Ég spurði þig
blátt áfram, hvort þú hefðir borðað nokkuð nýlega.
Pilturinn sagði: Herra, ég er ekki að betla, en ég hef ekki
bragðað matarbita síðan í gærmorgun í fangelsinu. (Það er
langur sultartími fyrir pilt, sem er 17 eða 18 ára gamall).
Sam sagði: Við skulum fara aftur upp í eldhúsið og vita,
hvort einhverjar matarleifar eru þar til.
Þeir fóru þangað aftur. Þar voru einhverjar leifar af nauta-
kjötskássu. Sam náði í skál handa piltinum, skál handa sjálfum
sér og kex. Pilturinn gleypti í sig þrjár skálar afkjötkássunni og
borðaði mestallt kexið, þó að það væri allstór pakki.
Hann sagði: Þakka þér fyrir, herra, og þurrkaði sér um
munninn með vasaklútnum sínum. Það er víst best, að ég fari
að leggja af stað.
Hvert ætlar þú að fara, sonur?
Ég veit það ekki. Ut á strætið að leita mér að atvinnu.
Hvaðan kemur þú, sonur? - Frá Fíladelfíu.
Hve lengi hefur þú verið hér? í fímm vikur.
Hvers vegna ferð þú ekki heim? Ég get það ekki.
Af hverju getur þú það ekki? Ég blátt áfram get þ?ð ekki.
Hvers vegna getur þú það ekki?
Pilturinn lagði höfuðið ofan á hendumar á borðinu og fór að
gráta, Sam horfði á hann, meðan hann sat þar og grét. RVtnn
hafði séð slíkt gerast áður. Eftir nokkra stund stóð piiturinn
upp, þurrkaði sér um augun, reyndi að setja upp afsökunar
bros og sagði: Þakka þér fyrir, herra. Ég ætla ekki að valda þér
meiri óþægindum.
Sam sagði: Sestu niður. Hvers vegna getur þú ekki farið
heim?
Pilturinn mælti: Þú hefur verið hreinskilinn við mig. Ég skal
vera hreinskilinn við þig. Faðir minn verslar með nýleuduvör-