Norðurljósið - 01.01.1982, Page 134
134
NORÐURLJÓSIÐ
Hérna, taktu hann, sagði maðurinn. Ég veit, að hann mun
eiga gott hjá þér. Og gleymdu greiðslunni.
Reynsla drengsins hafði veitt honum samúð með
hvolpinum.
Þetta er lítil, en nákvæm mynd af samúðarfullum skilningi
frelsara vors. Þar sem hann sjálfur hefur þjáðst, er hann
gæddur samúð, sem er meiri en svo, að hún verði mæld af
mönnum.
Trúaða sál, erfiðleikar þínir og sorgir koma við Jesúm. Fel
þú sjálfa þig honum, umsjá hans. Kærleiks armar hans munu
vefja sig um þig og bera þig gegnum hverja raun.
H.G.B. (Þýtt úr „Sverði Drottins“ dálki, sem Viola Walden
annast.)
Er ofnautn áfengis sjúkdómur?
Sé hún það, er hún eini sjúkdómurinn, sem þarf leyfi stjórn-
valda til útbreiðslu sinnar. Hún er eina sýkin, sem er látin á
flöskur og seld. Hún er eini sjúkdómurinn, sem leggur fé í
ríkisbúið. Hún er eini sjúkdómurinn sem felur glæpi.
Er áfengisnautnin sjúkdómur?
Mennirnir, sem framleiða áfengið og selja það, segja, að hún sé
sjúkdómur líkt og bólan eða kvef. En það er þá eina sýkin, er
gerir þeim kleift að fóðra hvelfmgar kjallara sinna með gulli.
Með þessum uppspuna draga þeir sjálfa sig á tálar og skammast
sín ekki minnstu ögn. Ekki líta þeir heldur á það, að dauði
vesalings ofdrykkjumannsins tilreiknist sálum þeirra.
Við skulum líta á þennan sjúkdóm, ef þetta er nú samt sem
áður sjúkdómur. A vogarskálum sannleikans vegum vér hann
til að reyna sannleiksgildi hans.
Þetta er eina sýkin í öllum heimi, sem er látin í flöskur í
eimingar stöðinni, seld síðan út um alla landsbyggð til að
fylla grafir drykkjumanna.
Þetta er eini sjúkdómurinn í öllum heimi, sem ríkisstjórn-