Norðurljósið - 01.01.1982, Qupperneq 140
140
NORÐURLJOSIÐ
Viska lítils barns
„Forða þér; líf þitt liggur við, lít ekki aftur fyrir þig“. (1. Mós.
19.17.)
Það var í smábarna-bekk, að kennslukona nokkur sagði
söguna af syndafallinu, þegar Eva tók forboðna ávöxtinn.
Þá sagði lítið barn: Æ, hvað hún var heimsk. Hvers vegna
hljóp hún ekki í burtu?
Hvað áttu við barn, sagði kennslukonan hrædd. Jú, þegar
mamma setur eitthvað á borðið og segir, að við megum ekki
snerta það, og okkur langar til þess, þá hleyp ég út, til þess að ég
freistist ekki að snerta það.
Kannski getur barnið kennt okkur öllum eitthvað.
(Þýtt úr norsku blaði)
Leiðrétting
I Nlj., sem kom út s.l. sumar, 1981, er indæl grein sem nefnist:
„Elskar þú mig“? Undir henni stendur: (Þýtt. S.G.J.)
Vinur minn, Jóhann Sigurðsson, Akureyri, fullyrðir, að hann hafi
ritað þessa grein, og er hún birt undir nafni hans í „Aftureldingu“.
Mistök þessi munu hafa atvikast þannig, að höfundur hefur afhent
mér handrit, ekki undirritað. Uns þurfti að nota það, leið langur tími.
Þá hafði ég steingleymt, að J.S. kom með það, en hélt, að ég hafði þýtt
það. Bið ég því höfund velvirðingar, en lesendur, sem ekki hafa þegar
fleygt heftinu eða gefið það, - að þeir setji J.S. undir greinina.
Með afsökunarbeiðni og fyrirfram þökk. Ritstj. Nlj.
Athugasemd
Ég er viss um, að vinur minn, Jóhann Sigurðsson hefur fyrir-
gefið mér. En það rifjar upp fyrir mér dýrmætt orð í 1. bréfi
Jóhannesar, 1. kap. 7.-9. versi. „Ef vér framgöngum í ljósinu,
eins og hann er sjálfur í ljósinu, þá höfum vér samfélag hver við
annan, og blóð Jesú, sonar hans, hreinsar oss af allri synd. Ef
vér segjum. Vér höfum ekki synd, þá svíkjum vér sjálfa oss, og
sannleikurinn er ekki í oss. En ef vér járum syndir vorar, er
hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar, og
blóð Jesú, sonar hans, hreinsar oss af allri synd. (S.G.J.)