Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 141
NORÐURLJÓSIÐ
141
Biblían 1981
Athugasemdir og skýringar orða og hugtaka.
Skráð hefur Scemundur G. Jóhannesson,
Stekkjargerði 7, Akureyri.
Málið má teljast gullfagurt alstaðar. Nýja testamentið hefur verið
þýtt úr grísku svo langt sem þörf krafði. Það mun þarfnast fárra
skýringa. Gamla testamentið mun qp mestu óbreytt, þótt frávik
finnist. - Fyrir þátttöku í biblíu-spurningakeppni 13. júní s.l. hlaut
ég að verðlaunum gamla testamentið á hebresku, en með enskri
þýðingu. Stuðst verður við hana, þá merkt H og enskar þýðingar.
Tilgangurinn er, að fólk geti haft gagn af þessum skýringum og breyt-
ingum og haft þær hjá sér, þegar það les biblíuna.
1. Mósebók. 1. kap. 2. vers. Jörðin var þá auð - varð auðn H. Sbr.
Jes. 45.18. og enskar þýð. Myrkur grúfði yfír djúpinu - sbr. Sálm.
104.6.-8. 6. vers festing - útþensla, geimur. Enskar þýðingar.
Sköpunarsagan í 1. kap. er yfirlit, 2. kap. nánari frásögn. 3. kap.
höggormurinn, „sem heitir djöfull og Satan“ (Opinb. bók 12.7.-9.).
Kaflarnir í Jesaja 14.12.-14. og í Esekíel 28.2.-17. geta ekki átt við
mennskan mann, heldur við Satan sem fallinn engil. Hann girntist
þá tilbeiðslu, sem Guði var færð og hann mun hafa átt að stjórna.
Hann hrokaðist upp. Þar með féll hann, dró allt mannkynið með sér
og fjölmarga engla. Þá var kveðinn upp dómur. Sá kvað hann upp,
sem vér þekkjum nú sem Jesúm Krist, son Guðs. Þá var hann í
fortilveru sinni hjá Guði. (Sbr. Jóh. 17.24.). Öllu lífi á jörðu var
tortímt með vatnsflóði. (2. Pét. 3.5.-7.). Þá var ákveðinn tíminn,
þegar endanlegri refsingu yrði fullnægt. (Sbr. spurningar og orð illra
anda. Matt. 8.29., Mark. 1.23.,24.,3.11.,12.). 18. kap. 12. bóndi minn
- herra minn H. 25.22. hnytluðust - spyrntust á. 26. Jakob - hæl -
haldari, (notað í merkingunni lævís eða bragðarefur) 30. 37.39.,31.8.
Bragð Jakobs að skafa hvíta depla eða rákir á dökka stafi, - það á sér
hliðstæður nú á dögum. 31.19. og 36. Húsgoðin. Tengdasonur, sem
fékk þau, átti að verða aðal-erfinginn. En Jakob varð reiður, af því að
hann var þjófkenndur.
2. Mósebók. 16.18. gómer - ómer H. (og alstaðar á öðrum
stöðum).25. 18. og36. drifnu-hömruðu. 31. 17.endurnærðist-and-
aði - örstutt hvíd. H. 33.4. ófögnuð - vondu fréttir. H.
3. Mósebók. 7. kap. heillafórnir - þakkarfórnir. 16.8. fyrir Asasel
- til burtsendingar og á öðrum stöðum. 17.7. skógartröll - villigeitur.
27.16. kómer - ómer H.