Norðurljósið - 01.01.1982, Page 144
144
NORÐURLJÓSIÐ’
ég byggja kirkju mína. - Orðið kirkja er notað til að minna
þjóðkirkjufólkið á, að það sjálft er kirkjan. Hann gaf honum þá vald til
að binda og leysa. En 18. versið í 18. kap. sýnir, að postularnir allir
höfðu þetta sama vald: að binda og leysa. I Opinberunarbókinni 21.
kap. 14. eru tólf postular lambsins (Drottins Jesú) sagðir vera
undirstöðusteinar í múrnum (Páll postuli var sá, er Drottinn Jesús
kjöri sér að þjóni.) (Heimildarrit: Biblíuskýringabók, sem þrír
hálærðir guðfræðingar tóku saman).
Markús 16.16. Sá sem trúir og skírist, mun hólpinn verða, en sá,
sem trúir ekki, mun fyrirdæmdur verða. Þetta sýnir, að skírnin ein
gagnar engum til hjálpræðis, heldur trúin á Jesúm. Samanber
Postulasöguna 16. 16.-34. af fangaverðinum og fólki hans. Hann og
það heyrði orðið, trúði því og lét skírast þegar í stað. Biblíulegri skírn
lýsa: Matt. 3.6., Mark. 1.9.-10., Lúkas 3.16., í vatn: (Frummálið).
Postulasagan 8.31.-38. Grísk-kaþólska kirkjan iðkar enn skírn með
niðurdýfingu í dag. Heimild Biblíu-alfræðibók, verk fimm hálærðra
guðfræðinga.
Postulasagan. 13.48. Allir þeir, sem ætlaðir voru til eilífs lífs,
tóku trú. Orðið getur líka merkt: Ákváðu sig. 23.23. léttliða - spjót-
liðar (Enskar þýð).
Galatabréfið 4.9. Hvernig getið þér nú snúið aftur til hinna veiku
og fátæklegu vætta, sem þér af nýju viljið fara að þrælka undir?
Orðið vættir merkir goðkynjaðar verur (Isl. orðabók). Verður þetta
skilið á annan veg en þann, að Galatar hafi verið farnir að snúast til
heiðni? Þeir voru að snúast til lögmálshalds. Orðið merkir frumreglur
- lögmálið.
1. Þessaloníkubréfið 1.10. vers. sem hann vakti upp - reisti upp
(Vakti upp er bókstaflegra, en reisti mun sumum þykja
viðkunnanlegra. Sbr. enskar þýð.).
Andlega talað rísa menn upp frá dauðum, ef þeir játa syndir sínar
fyrir Jesú, bjóða honum inngöngu í hjörtu sín og biðja, um fyrir-
gefningu þeirra og hreinsun vegna dauða hans á Golgata, trúa því, að
hann veiti þeim viðtöku og játa síðan trú sína á hann með munni sín-
um. (Rómverjabréf 10. ,10.).
Orðaskýringar aftan við biblíuna eru fyrirtak. S.G.J.