Norðurljósið - 01.01.1982, Side 149
norðurljósið
149
segði nokkur orð. Það voru fleiri með því heldur en á móti því.
Þannig var það að ég byrjaði að lesa fyrir verkamennina, sem ég
vann með. Þeir þekktu mig margir, og þeir tóku því margir vel,
þótt þeir væru nú ekki neinir áhugamenn um trúmál. En ég var
verkamaður eins og þeir, svo þeir tóku því vel. Mér fannst samt
sem áður ég vera fjarska lélegur við þetta og hikandi oft. Eitt
kvöld var ég að hugsa um þetta, en þegar ég er lagstur útaf, þá
kemur til mín orð úr biblíunni, talan á versinu. Eg hafði lesið
biblíuna þannig, að ég las tilvitnanirnár fyrir neðan megin-
málið. Þær sýndu kapitula og vers á öðrum stöðum. Það komu
til mín þessi orð úr Jesaja spádómsbók: „Þá heyrði ég rödd
Drottins, sem sagði: „Hvern á ég að senda, og hver vill verða
erindreki vor“? Ég fór að hugsa um þetta, og ég fékk bara tölur
kafla og vers. Ég reis nú ekkert upp, því ég var háttaður en ég
hugsaði mér að muna númerið og það fyrsta sem ég mundi eftir
um morguninn var þetta. Svo ég fór að lesa það og þá stóð í
þessu versi: „Hvern á ég að senda? Þá svaraði spámaðurinn og
sagði: „Hér er ég send þú mig“. Ég tók nú þetta vers til mín og
þetta styrkti mig í því að ég ætti nú að halda þessu áfram. En
ekki nóg með það. Stuttu á eftir fór ég niður í K.F.U.M. Þá
heyrði ég stúlku sem hafði verið trúboði í Afríku eða hjálpað
þar til við trúboð. Hún var að segja, að þetta orð, hefði komið til
sín, og að það hefði gert útslag í því að hún hefði farið að stunda
þetta trúboð sem hún stundar. Það gaf henni styrk til þess. Svo
að ég hélt nú áfram og þetta gafst ágætlega. Þegar ég var
búinn að ákveða þetta alveg þá var eins og ég fengi nýjan kraft.
Kú, nú, ég starfaði að þessu, en svo man ég ekki alveg tímann
þegar ég fór að hugsa um það, hvort ég ætti ekki að fara að læra
eitthvað, sem ég hafði forsómað þegar ég var yngri. Þá byrjaði
ég á því, af því ég var hneigður fyrir sönglist og músik, að læra á
°tgel. Bróðir minn hjálpaði mér til þess að fá ágætis orgel fyrir
h'tið verð, hérumbil alveg nýtt. Églærðinúaðspilaáorgelið, og
fór að hjálpa bróður mínum, sem hafði samkomur. Þær voru á
Lækjartorgi. Spilaði þar á orgel, sem hann hafði sjálfur smíðað,
það er að segja kassann utanum það. Hann hafði fengið nótumar
annarstaðar frá. Það voru margir hrifnir af þessu orgeli. Þótt ég
spilaði ekki vel, þá tóku þeir það sem gott og gilt. Ég man eftir
e>nu sinni, ég ætla að segja það til gamans að ég hitti Pál