Norðurljósið - 01.01.1982, Side 153
NORÐURLJÓSIÐ
153
miskunn hans og dásemdarverk hans við mannanna börn,
vegsama hann á þjóðarsamkomunni og lofa hann í hóp öldung-
anna.“
Megi Drottinn blessa þetta, sem ég hefi sagt, og ég þakka
fyrir tækifærið að fá að segja þessi orð.
Við þökkum Þórði miklu fremur fyrir það, að Norðurljósið
fær að birta þessa fróðlegu frásögn.
r r
Frá Islandi til Israel
eftir Þórð M. Jóhannesson, Reykjavík
Við vorum 10, sem lögðum af stað frá Islandi til ísraels. Það var
föstudagur 23. október, og var haldið til Kaupmannahafnar.
Eins og oft áður gaf ég rit á leiðinni. Aðallega voru þau í formi
bókmerkja með orðum Jesú í Jóhannes 3. 16. og Jóhannes
11.25.,26.
Eg byrjaði í Flugstöðinni á íslandi. Ég hef tekið eftir því, að
fólk les helst svona stutt rit, gerir það venjulega strax, ef tekið er
við því, og stingur því svo niður í veskið. Flestir taka við því.
Fengið hef ég stundum góða uppörvun við þetta starf. Einu
sinni varð kona mjög glöð, er hún fékk bókarmerki. Voru á því
orð Jesú: „Komið til mín allir“. Svo sagði hún: Þetta er einmitt
minnisversið, sem ég fékk, þegar ég fermdist. Trúboði frá
Biblíuskóla, sem kennir trúboðaefnum, er ætla að fara til
frumstæðra þjóðflokka, hitti mig einu sinni á flugstöð (fyrir svo
iem tveimur árum), og sá, að ég var að dreifa út ritum og
fékk reyndar eitt sjálfur, hann varð svo hrifinn, að hann faðm-
aði mig og sagði: „Keep on, Brother.“ (Haltu þessu áfram,
bróðir). Sagði hann, að þetta hefði verið uppörvun fyrir sig, og
hið sama var það fyrir mig, og ég hélt þessu áfram eftir því, sem
Guð gaf mér náð og kraft til á þessari ferð frá íslandi til
Kaupmannahafnar.
Við komum til Jórdaníu fyrst, til Amman. Síðan vorum við í
Israel og komum seinast til Amman í Jórdaníu. Þá vorum við í
Israelslandi og seinustu 2-3 dagana vorum við í Egiftalandi.