Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Síða 3
I’orvaldur Thoroddsen
3
dýr, sem hann sá. Kom snemma í ljós, hvað hann var
mest hneigður fyrir.
Pá er Porvaldur var ellefu ára, komu foreldrar hans
honum fyrir til náms hjá Jóni Árnasyni, biskupsskrif-
ara í Reykjavík, er þá var kvongaður fyrir skömmu
ekkjufrú Katrínu Porvaldsdóttur frá Hrappsey, og
fóru foreldrar hans með hann til Reykjavíkur þá um
haustið (1866). Ur náminu varð þó ekki mikið fyrsta vet-
urinn og var það mest þvf að kenna, að kennari I’or-
valds vanrækti kensluna. Samt var það mikil hamingja
fyrir Porvald, að hann fór til Jóns Árnasonar og móður-
systur sinnar, því að hálfu öðru ári síðar andaðist faðir
hans, og tóku þau hjónin þá Porvald að sjer og reynd-
ust honum sem góðir foreldrar; voru þau bæði trygg og
hjálpsöm. Móðursystir Porvalds var rausnarkona, en Jón
Árnason var mesti merkismaður, sístarfandi og einhver
hinn langfróðasti maður í íslenskum þjóðfræðum á sinni tíð.
Hann var umsjónarmaður stiftsbókasafnsins (síðar lands-
bókasafnsins), en árið 1867 hætti hann biskupsskrifara-
störfum og varð umsjónarmaður í latínuskólanum og við
bókasafn hans. Sjálfur átti og Jón gott bókasafn, eink-
um þó af íslenskum bókum. Porvaldur Thoroddsen átti
þvf þegar í bernsku og á skólaárum sínum meiri og
betri aðgang að góðum fræðibókum, en ef til vill nokkur
annar unglingur á Islandi. Hann var oft á skólaárum
sínum, einkum á sumrin, á söfnum þessum með Jóni
Arnasyni, að hjálpa honum að semja skrá yfir þau; eink-
um hjálpaði hann Jóni til að rita skýrslu um bækur þær,
sem.gefnar voru stiftsbókasafninu í minningu þjóðhátfðar
íslands og út kom þá um haustið. Við störf þessi kynt-
ist Porvaldur mörgum íslenskum bókum og útlendum
bókum um ísland; einnig kyntist hann þá dálítið íslensk-
um handritum.
Porvaldur var tekinn inn í latínuskólann 1868 og út-
1*