Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Síða 10
IO
í’orvaldur Thoroddsen
sumarið. Árið eftir kom út ritgjörð eftir hann í Andvara,
7. ári, um skóla í Svíþjóð.
II.
Porvaldur Thoroddsen fór til íslands í september-
mánuði, og brá sjer til Reykjavíkur, en kom að Möðru-
völlum daginn áður en skólinn var settur. Hann var þar
kennari í fjögur ár, og muna hann enn margir læri-
sveinar hans. Allir, sem eg hef heyrt minnast á kenslu
hans, hafa verið sammála um það að hann hafi verið
ágætur kennari og margir hafa bætt því við, að hann
hafi verið hinn langbesti kennari, er þeir hafi haft. Hon-
um var sýnt um að fræða, og honum var ljúft að tala
um þær fræðigreinar, sem hann lagði stund á Hann
var því sífræðandi, og hann hafði af miklum fróðleik að
taka og hafði margt á hraðbergi. Hann var lipur og
skemtilegur, viðmótsgóður og gamansamur, en hafði hins-
vegar lag á því að halda uppi aga; gerði enginn sjer of-
dælt við hann. Jeg hygg það hafi og verið heppni fyrir
hann að komast fyrst að Möðruvallaskólanum, því að
þar var alt nýtt, og þangað komu einkum þeir piltar,
sem vildu læra og nota tímann vel, unglingar, sem marg-
ir hverjir urðu að hjálpa sjer sjálfir og áttu engan opin-
beran styrk í vændum. Öðru máli var að gegna um
latínuskólann. Auk þess var skólaárið á Möðruvöllum
hálfum öðrum mánuði styttra en í latínuskólanum, og það
kom sjer vel fyrir Thoroddsen, þvf að hann hafði stór-
ræði í huga.
Fyrsta veturinn á Möðruvöllum ritaði hann »Lýsing
íslands«, dálitla bók, 104 bls. að stærð, og hafði hann
lokið við hana í lok febrúarmánaðar þá um veturinn.
Fjóðvinafjelagið gaf hana síðan út um sumarið 1881.
Bók þessi var ólík að efni og skipun öllum þeim lýsing-
um, sem ritaðar höfðu verið af Islandi, og var einkum