Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Page 21
forvaldur Thoroddsen
2
Kenslumálaráðgjaíi var þá Carl Goos, ágætur vísinda-
maður, og tók hann erindi þessu vel, en eins og oft er
gjört hjer í landi, leitaði kenslumálaráðaneytið álits þess
manns, er færastur þótti til þess að dæma um þetta, og
var það háskólakennarinn í jarðfræði, prófessor Johnstrup.
Hann mælti mjög vel fram með þessu, og kvað af ýms-
um ástæðum Islending að eins geta gert þetta, og Por-
valdur Thoroddsen væri hinn eini, er gæti gert það nú
sem stæði; en hann rjeð jafnframt til þess að hið íslenska
alþingi veitti helminginn af fje þessu til rannsóknanna.
Petta varð til þess að kenslumálaráðaneytið tók að eins
2700 kr. á ári upp á fjárlagafrumvarpið handa Thoroddsen
í fjögur ár til rannsóknanna, en bætti við því skilyrði,
að hann fengi sama styrk hjá hinu íslenska alþingi. Skil-
yrði þetta mun kenslumálaráðaneytið hafa sett aðallega
til þess, að ýta undir alþingi að veita styrk þennan (sbr.
Rigsdagstidende 1893 — 1894. Tillæg A. bls. 1523—24,
sbr. Fjárlaga frumvarpið § 26, III, 30, bls. 223—24; sbr.
Lovtidende 1894 bls. 226). Ríkisþingið veitti þegar fje
þetta, en Thoroddsen fór alls eigi fram á það við alþingi,
að það veitti 2700 kr. til rannsóknanna á ári; hann sá
að það var eigi til neins. Hins vegar veitti alþingi hon-
um nú 1000 kr. á ári eins og áður. Afleiðingin af þessu
varð sú, að hann fekk engan sjerfræðing sjer til aðstoð-
ar, og aldrei var unnið úr því steinasafni, sem Thorodd-
sen ætlaði honum að rannsaka.
Árið 1893 ferðaðist Thoroddsen um Vestur-Skafta-
fellssýslu og öræfin upp af Síðunni, og naut hann til
þeirrar ferðar styrks frá Gamél etatsráði auk landssjóðs-
styrksins. það var erfið ferð, um brunahraun, fjöll og
gíg') °g var hann í henni frá 2. júlí til 5. september.
Nú fyrst fengu menn áreiðanlega þekkingu á hinum
miklu eldgígum 1783, Lakagígunum, er ritgjörðir Thor-
oddsens komu út um ferð þessa. Sumarið eftir fór hann