Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Side 25
í’orvaldur Thoroddsen
25
að verja til þess að kaupa fylgdarmenn, hesta, nesti,
verkfæri og annan útbúnað á ferðunum. Fyrsta ferðin
1882 kostaði 1200 kr. og borgaði þá Thoroddsen 200
kr. til hennar frá sjálfum sjer; önnur ferðin kostaði 934
kr. og fekk hann það úr landsjóði, .en ekki þær krónurn-
urnar, sem á vantaði þúsundið. Friðja ferðin 1884 kost-
aði 1400 kr., svo hann varð að leggja 400 kr. til hennar
(sjá Alþingistíð. 1885, B, 1050). Eftir það fekk hann all-
an styrkinn úr landssjóði, þá er hann var veittur, því ef
nokkuð hefði orðið afgangs, þá átti það að ganga til
þess að safna til jarðfræðislýsingarinnar, en ferðirnar á
þessum árum kostuðu miklu meira en landssjóðsstyrknum
nam. Auk þessa fekk Thoroddsen til utanferðar 1000
kr. árið 1884—1885, og enn fremur 500 kr. hjá stjórn-
inni í viðbót til ferðarinnar suður á Ítalíu, og aðrar 1000
kr. fekk hann árið 1892—1893 til utanferðar. í utanferð-
um þessum var hann ár í hvorri, og varð á meðnn að
launa mann í sinn stað til þess að gegna embætti sínu.
Sýnir þetta að öðru vísi var farið með hann af hálfu al-
þingis og hins opinbera en með suma embættismenn á
síðari árum, er hafa fengið 5000 kr. til þess að fara rjett
yfir pollinn og dvelja þar að eins nokkra mánuði, og
engan mann hafa þurft að setja í sinn stað í embætti sitt
á meðan, og fyrir því haldið fullum launum. Að vfsu
hafa peningar fallið mjög í verði á ófriðarárunum, en þó
alls eigi svo sem þessu nemur.
Hinn 1. desember 1899 veitti konungur Forvaldi
ziger Klassiker-Ausgabenc, sem er 16 bindi, og próf. dr. S. M. Prem
hefur gefið út (Gustav Foch’s forlag), er allur Faust 308 bls. í 8 bl.
br.; fyrri hlutinn er 119 bls. í*essi útgáfa er nú til á Landsbókasafninu
í bókum Porvalds Thoroddsens. í Vísi 26. september 1920 hefur Bjarni
Jónsson frá Vogi látið kunngjöra, að hann hafi unnið í níu ár að þýð-
ingunni. Hann hefur því þýtt rúmar 13 bls. á ári að meðaltali.