Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Page 31
í*orvaldur Thoroddsen
3'
voru studdar með nægum rökum og athugunum. Fram-
tíðin mun leiða í ljós hver rjettast hefur fyrir sjer.
Þótt athuganir Thoroddsens væru afarmargar Og
margfalt meiri en nokkurs annars manns, var þó engum
ljósara en honum, að margt þarf að athuga miklu ná-
kvæmar; getur hann þess oft í ritum sínum, en enginn
einn maður kemst yfir það alt. Það er verk handa kom-
andi kynslóðum.
V.
Á þeim árum sem Porvaldur Thoroddsen ferðaðist
um ísland, ritaði hann um rannsóknir sínar á íslensku og
dönsku, þýsku og ensku. Ef hann hefði eigi ritað um
þær á útlendum málum, hefðu þær varla komið að hálf-
um notum. Ritgjörðir þær, sem hann ritaði á dönsku,
komu flestar út í »Geografisk Tidsskrift*,1) en allmargar
þó í ritum jarðfræðisfjelagsins í Stokkhólmi og í »Ymer«,
timariti hins sænska mannfræðis og landfræðisfjelags.
í’ýsku ritgjörðirnar komu út í »Petermanns Mitteilungen«,
»Globus« og nokkrum öðrum tímaritum, og ensku rit-
gjörðirnar í »The Geographical JournaU og »Nature« og
nokkrum öðrum ritum, eins og lesa má í 4. bindi af
Ferðabókinni. Sumar af ritgjörðum þessum eða útdrátt
úr þeim ljet hann þýða á frakknesku og kom út í frakk-
neskum ritum, eða hann ritaði smærri ritgjörðir; leiddi af
þessu að rannsóknir hans urðu kunnar meðal náttúrufræð-
inga og ýmsra annara mentaðra manna í flestum löndum
Norðurálfunnar og í Bandaríkjunum og enda dálítið t
öðrum heimsálfum; var því stundum getið um þær í út-
lendum blöðum og náttúrufræðistfmaritum.
Auk þessa ritaði hann á þessum árum ýmsar fræð-
andi alþýðlegar ritgjörðir, bæði um nýjar uppgötvanir og
nokkur önnur efni úr náttúruvísindunum; komu þær út í
!) í það tímarit hefur enginn ritað eins mikið og Thoroddsen.