Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Side 35
]?orvíildur Thoroddsen
35
hluta minni en íslandsuppdráttur Bjarnar Gunnlaugssonar.
Pá er Thoroddsen var að undirbúa uppdrátt þennan,
varð hann fyrst að búa til uppdrátt af íslandi með öll-
um þeim leiðrjettingum og viðaukum um óbygðir lands-
ins, sem hann gerði við íslandsuppdrátt Bjarnar Gunn-
laugssonar á ferðum sínum. Pennan landfræðisuppdrátt
gaf hann út 1900 með styrk úr Carlsbergsjóði og er
hann með dönskum titli.
Hin þýska íslands lýsing Thoroddsens heitir: *Jsland.
Grundriss der Geograþhie und Geologieo., og kom hún
út í hinu fræga ritsafni »Petermanns Mitteilungen« í Gotha
(Justus Perthes forlag) 1905 og 1906. Hann kallar rit
þetta meginatriði í landfræði og jarðfræði Islands, en það
er þó 358 bls. í mjög stóru 4 blaða broti og með þjettu
letri (48 línur á 13 */» cm, breiðum blaðsíðum); er það
af mörgum talið aðalrit Thoroddsens um ísland, og svo
taldi hann jafnvel sjálfur. í bók þessari eru fimm upp-
drættir af íslandi, tveir stórir og þrír smáir. Annar hinn
stóri uppdráttur er hæðauppdráttur sá af Islandi, sem
þegar er neftidur, mjög merkilegur, og hinn fyrsti þess
konar uppdráttur af íslandi. Á honum munu vera
allar hæðamælingar Thoroddsens og annara manna, þær
er þá voru til. Hinn stóri uppdrátturinn er ný útgáfa af
jarðfræðisuppdrættinum; hann er þar minkaður um einn
fimta hluta. Prentunin á honum hefur eigi tekist svo vel
sem á frumkortinu enska; hann er því eigi einsfallegur, en öll
örnefni eru mjög skýr, og er mikil bót að honum í bókinni.
Einn af minni uppdráttunum er prentaður á sama
blaði sem hæðakortið, og er sýnt á honum hvar bygðir
landsins eru og eyðilönd upp af þeim. Hinir tveir eru á
sjerstöku blaði og er annar þeirra yfir allar ferðir Thor-
oddsens um Island1), en hinn yfir jarðsprungurnar á Is-
landi, eldfjöll og eldgígi.
') P. Thoroddsen bjó til mjög stórt kort af Islandi með öllum
3*