Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Síða 37
Porvaldur Thoroddsen
37
Thoroddsen myndi verja meginkröftum sínum til þess að
rita á útlendum málum um ísland; þótt það væri bæði
gott og þarft, langaði hann þó meira til að hann ritaði á
íslensku og fræddi landsmenn.
Á fundi þeim í Hafnardeildinni, er mál þetta var
rætt, kvaðst Thoroddsen fara að rita lýsingu íslands, er
hann hefði lengi safnað til, þá er hann hefði lokið við
bók þá um Island, er hann væri að gefa út á þýsku. Til-
lögumaðurinn tók þá aftur tillögu sína, því að Thorodd-
sen hugði að það mundi seinka íslands lýsingu sinni, ef
Hafnardeildin tæki að gefa út slíka bók. En tillaga þessi
og umræður um hana munu þó hafa haft þau áhrif á
Thoroddsen, að hann ritaði Lýsingu íslands nokkru
skemmri, en hann hafði hugsað sjer í fyrstu.
í mars 1905 hafði Thoroddsen lokið við að semja
hina þýsku íslands lýsingu sína, nema síðustu greinina
um jarðfræðisuppdráttinn og registrið; það gat hann fyrst
samið, þá er allur textinn var prentaður 1906. En er af
honum ljetti verki þessu, tók hann þegar að rita Lýs-
ingu íslands handa landsmönnum sjálfum og ritaði
hann hana á næstu sex árum (1905 —1911); hafði hann
lokið við að semja hana í miðjum febrúar 1911, en
registrið við hana bjó hann til þá á útmánuðunum. Pessi
Lýsing íslands er í tveim bindum (samtals 1054 bls.) og
kom hún út. í fimm heftum á árunum 1907—1911. Hún
er hið langbesta rit, sem skráð hefur verið á íslensku um
fósturland vort; á öðrum tungum er eigi til neitt tilsvar-
andi rit nema hin þýska íslands lýsing Thoroddsens sjálfs,
en þó eru til á öðrum tungum, einkum dönsku og þýsku,
nokkur mjög fróðleg og ágæt rit um Island, og má í
þessu sambandi sjerstaklega minna á Staðalýsingu íslands
eftir dr. Kr. Kálund.
fað flýtti eðlilega mjög fyrir Thoroddsen að hann
hafði samið þýsku lýsinguna. Efnið er mestmegnis hið