Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Qupperneq 41
Porvaldur Thoroddsen
41
af stokkunum og gengu fyrir, og svo hófst ófriðurinn illi
og mikli 1914, og hann magnaðist og þrengdi svo að
Pjóðverjum, að þeir gátu eigi haldið uppi mörgum hinum
bestu tímaritum sínum, og svo dró þá einnig úr þessu
ágæta tímariti. Mjer þótti því ráðlegast að ná sem fyrst
í rit þetta aftur, er jeg hafði fundið uppkastið að því og
hvar það var niðurkomið. Pað er því nú hjer í Kaup-
mannahöfn, og vona jeg að hið danska vísindafjelag gefi
það út á þýsku, eins og höfundurinn gekk frá því, þótt
enn sjeu engin ákvæði um það tekin. Rit þetta mun
verða um 30 arkir prentaðar. Þorv. Thoroddsen nefnir
það í Ferðabók sinni, IV. bindi, bls. 188, og kallar það
eldfjallasögu. Af því að engin eldfjallasaga er til á
íslensku, væri full ástæða tii að gefa það líka út í ís-
lenskri þýðingu almenningi til fróðleiks.
í maímánuði 1905 byrjaði Thoroddsen að rita
Ferðabók sína og kom hún af aðalritunum út næst eft-
ir Lýsingu íslands. Hann greip í hana við og við á
hinum næstu árum, en þó liðu sum árin svo, að hann
gat ekkert unnið að henni. Hann vann mest að henni
1909 og 1913; registrið bjó hann til 19x4. Ferðabókin
er 4 bindi, samtals 1405 bls. Hún var prentuð á hjer
um bil tveimur árum, 1. bindið 1913, 2. og 3. bindið
1914 og 4. bindið 1915, og gekk útgáfan mjög skjótt, af
því að hann kostaði hana sjálfur; en hann fekk 2000 kr.
styrk til hennar úr Carlsbergsjóði; upplagið gaf hann
Hinu íslenska fræðafjelagi.
Tá er Ferðabókin kom út, sögðu sumir fljótfærir
menn eða grunnúðgir, að hún væri eigi annað en »upp-
prentun« af ferðasögum Thoroddsens íAndvara; — tveir
menn hreyttu t. a. m. í mig ónotum 1915 í Reykjavík
fyrir það, að Fræðafjelagið skyldi láta prenta slíkt rit. —
Eins og alkunnugt er, ber það oft við að sama bókin er
gefin út oftar en einu sinni, en sjerstaklega er þörf á