Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Síða 43
í^orvaldur Thoroddsen
43
tekið að prenta hið næsta rit hans »Árferði á íslandi í
þúsund ár«, er Fræðafjelagið gaf út 1916—1917 (4+432
bls.). Höfundurinn segir í innganginum, að hann hafi haft
rit þetta í smíðum í hjáverkum í rúm 30 ár. Hann tók
að safna efni í það um leið og hann safnaði efninu í
Landfræðissöguna og Lýsingu íslands, og er það tínt
saman úr afarmörgum heimildarritum. 1903 og 1904 tók
hann að setja það saman; en svo fekk hann eigi tíma
til þess að eiga við það fyr en 1912. Mest af því ritaði
hann 1914 og 1915 og lauk við það í maí 1916. Rit
þetta er Árferðisannáll frá því að ísland fanst og fram
til síðustu aldamóta og einnig annáll um hafís við strend-
ur íslands frá 1203 til 1915. En framan við annála þessa
eru fróðlegir inngangar og sömuleiðis fróðlegt yfirlit á
eftir árferðisannálnum. Veðráttan hefur mikla þýðingu
fyrir alla, en einkum fyrir þá, sem búskap stunda og at-
vinnu reka úti, hvort sem það er á sjó eða landi. Eftir
árferðinu hefur efnahagur alþýðu farið mjög, og veðráttu-
far og skepnuhöld hefur jafnan verið aðalumtalsefni lands-
manna. Alþýðu þótti því eðlilega vænt um bók þessa,
og þar er líka mikinn fróðleik að fá. En bók þessari er
öðru vísi farið en öðrum bókum Þorvalds, að undantekn-
um alllöngum köflum í tveim hinum minni ritum hans;
hún er safn, og kallar hann sjálfur hana »safndyngju«, og
á titilblaðinu kveðst hann hafa safnað og samið hana.
Hann segir og að hún sje yfirlitsrit. hann hafi að eins
getað tekið stutt ágrip um hvert einstakt ár á seinni
hluta 19. aldar, þá er efnið var mikið; annars hefði ritið
orðið of langt. Af sömu ástæðu hefur hann eigi greint
frá því sjerstaklega, hvað stendur í hverjum annál, held-
ur venjulega sett allar tilvitnanir aftan við árferði hvers
árs. Fyrir almenning skiftir þetta engu, en vísindamönn-
um er það bagi, að sjá eigi þegar hvað stendur í hverri
heimild, einkum á meðan allmörg af heimildarritunum eru