Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Side 44
44
f orvaldur Thoroddsen
óprentuð. Að taka rit þetta saman var mjög mikið starf,
en þó stendur það allmikið á baki öðrum hinum stærri
ritum Thoroddsens. Enginn, sem vit hefur á og sann-
gjarn vill vera og rjettlátur, mun heldur dæma sagnarit-
un Thoroddsens eftir þessu riti, heldur eftir söguritum
hans. Annáll og saga eru sitt hvað; væri óþarfi að
nefna slíkt, ef eigi hefði einn maður rjett eftir fráfall Thor-
oddsens líkt honum sem sagnaritara við Jón Espólín.
Pá er Hafnardeild Bókmentafjelagsins var flutt til
Reykjavíkur haustið 1911, hætti Þorvaldur Thoroddsen
að rita Lýsingu íslands, en lauk við þau þrjú rit, sem
nú voru talin. Af Lýsingu íslands átti hann þó eftir
aðra deildina, um þjóðina, og hún var ein af þeim þrem-
ur ritum, sem Hafnardeildin hafði á prjónunum, þá er
hún var sameinuð Reykjavíkurdeildinni, og Bókmentafje-
lagið var skyldugt til að gefa út eftirleiðis. Nokkrir
menn, bæði í Kaupmannahöfn Og á íslandi, báðu hann
um að halda verki þessu áfram, og tók hann því vel.
En aðstaða hans var nú önnur en fyrir tíu árum, þá er
hann byrjaði að semja Lýsingu íslands. Nú var hann
orðinn sextugur, og hann gerði sjer tæplega von um að
lifa svo lengi, að hann gæti lokið við þetta mikla verk,
ef hann ætti að nota það efni, sem hann hefði. Hann
ræddi mál þetta við tvo eða þrjá vini sína, og einn þeirra
að minsta kosti eggjaði hann á að hafa það snið og þá
stærð á þjóðarlýsingunni, sem honum væri ljúfast; aðal-
atriðið væri að hann tæki verk þetta upp aftur; það
mundi eigi heldur hafa minni þýðingu fyrir það, þótt
hann ritaði greinilega um nokkra aðalþætti í lýsingu
þjóðarinnar, en ágrip af henni allri.
Hann byrjaði síðan 3. október 1915 að rita áfram-
hald af Lýsingu íslands, og tók nú upp aftur hið sama
snið sem hann hafði hugsað sjer í fyrstu, þá er hann
bjó til yfirlit yfir efnisskipunina og aðalþættina í henni.