Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Side 45
í’orvaldur Thoroddsen
45
Hann byrjaði þó á atvinnuvegunum, aðalgrein þeirra
landbúnaðinum, og nefndi rit þetta »L'andbúnað á ís-
landi, sögulegt yfirlit«. Hann ætlaði næst að rita um
fiskiveiðarnar, og síðan um hverja grein á fælur annari,
eftir því sem honum entist aldur til. Hvert rit átti að
vera sjerstök deild fyrir sig í Lýsingu íslands. Við land-
búnaðinn lauk hann 29. apríl 1919, og ritaði hann þó
margt annað á þeim árum. Rit þetta er víðtæk lýsing á
landbúnaðinum frá upphafi og fram á 20. öld, og eitt af
hinum merkustu söguritum, sem samin hafa verið á ís-
lenskri tungu. Rit þetta er rúmar 900 bls. prentaðar og
hið síðasta af aðalritum Thoroddsens, sem hann hafði
lokið við áður en hann varð veikur. Honum þótti leiðin-
legt, hve seint gekk með útgáfu þess, enda auðnaðist
honum eigi að sjá það alt á prenti.
Aldrei hefur neinn íslendingur frumsamið svo mörg
stór rit sem Þorvaldur Thoroddsen, og eru þó bók-
mentir vorar orðnar þúsund ára að aldri. Hið besta er
þó, að öll rit þessi eru mjög merk, áreiðanleg og góð,
bæta vel úr brýnni þörf, og bregða birtu yfir lítt kunn og
ókunn fræði. Sum þeirra eru einhver hin merkustu rit,
sem skráð hafa verið af íslendingum.
í þau 104 ár, sem Hið íslenska bókmentafjelag hef-
ur staðið, hefur enginn ritað þrjú svo mikil og ágæt rit
fyrir það sem Þorvaldur Thoroddsen, og hafa þó ýmsir
hinna merkustu Islendinga samið mikil og merkileg rit
fyrir fjelagið. En auk þessara þriggja rita skrásetti
Thoroddsen ýmislegt annað fyrir fjelagið; er því
eigi ofsagt, að þá er aðalstofnendur þess og Jón Sig-
urðsson eru frátaldir, hefur enginn maður verið Bók-
mentafjelaginu jafnþarfur sem hann. Enginn hefur held-
ur ritað svo mikið fyrir Hið íslenska þjóðvinafjelag sem
hann í þau 50 ár, sem það hefur staðið, nje frætt alla
»þjóðvinina« svo vel um fósturjörðina sem hann. Pað