Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Síða 56
5&
l’orvaldur Thoroddsen
fast að honum. Hann kvað það ekkert starf fyrir sigr
illindi og órói í aðra hönd og virðingin minni en engin,
og lítið útlit til að hann gæti komið sjer við flokkana. Af
því að Hafstein margbað hann um þetta, benti Thorodd-
sen honum á mann, sem hann kvað mundu vilja verða
ráðherra, háskólakennara dr. Valtý Guðmundsson, en
Hafstein aftók með öllu að snúa sjer til hans.
Pótt Thoroddsen leiddi alla »pólitík« hjá sjer, komst
hann þó einu sinni í allharða deilu, er var alls eigi laus
við »pólitík«, því að mótstöðumenn hans blönduðu henni
inn í það mál, eins og í margt annað. Pað var þá, er
hann var forseti Bókmentafjelagsdeildarinnar í Kaup-
mannahöfn. Hann var eflaust hinn besti forseti, sem
Bókmentafjelagið hefur átt eftir fráfall Jóns Sigurðssonar,
því að honum var jafnsýnt um öll störf fjelagsins, bæði
um tjármál og um bókagerð. Flestir fjelagsmenn vildu
og kjósa hann iyrir forseta 1904, þá er Ólafur Hall-
dórsson lýsti því yfir, að hann vildi eigi halda lengur
áfram forsetastörfum; en Thoroddsen neitaði þá að taka
á móti kosningu, af því að hann vissi ab annar maður,
sem lengi hafði verið í stjórn fjelagsins og mikla verðleika
hafði sem vísindamaður, inundi vera fáanlegur til að verða
forseti, og hann áleit hann verðskulda það fyllilega. En sökum
þess að flestir stúdentar í fjelaginu voru þá andstæðir
þeim manni, náði hann eigi kosningu, því að þeir tóku
sig saman um að kjósa dr. Valtý Guðmundsson fyrir
forseta, er Thoroddsen neitaði að taka við kosningu.
Vorið eftir (6. maí 1905) var svo Thoroddsen valinn for-
seti, því að hann ljet þá tilleiðast að taka við kosningu.
Snemma í aprílmánuði það vor fengu stúdentar þeir,
sem voru í Bókmentafjelvginu, og einstaka menn aðrir
nafnlaust erindi (brjefspjald) um að koma á fund að
Vatnsendum (Söpavillionen), til þess að ræða um forseta-
kosningu o. fl., er snerti Bókmentafjelagið. Pá er á fund