Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Page 58
58
Þorvaldur Thoroddsen
samþykti á stjórnarfundi skömmu fyrir aöalfund 1909 til-
lögu frá mjer um að flytja skyldi Hafnardeild Bókmenta-
fjelagsins til Reykjavíkur, og átti jeg, sem var þá vara-
forseti, að taka við forsetastörfum á aðalfundi það ár, er
dagskrá væri tæmd, og bera upp málið á fundinum; en
þetta batt hann við eitt skilyrði, og það var það, að Gísli
Sveinsson tæki eigi til máls og hjeldi eigi skammarræðu.
Ef hann gerði það, mátti jeg eigi taka til máls. Jeg
mátti eðlilega eigi heldur vara Gísla Sveinsson við þessu.
En þá er dagskrá var tæmd á aðalfundi, bað Gísli Sveins-
son þegar um orðið og hjelt langa tölu, og varð það til
þess að heimflutningur Hafnardeildarinnar frestaðist
um tvö ár.
Nokkru eftir að Thoroddsen var sestur að í Kaup-
mannahöfn, var hann 1899 kosinn í ráð hins konunglega
danska landfræðisfjelags og var í því til 1914, en í stjórn
þess var hann 1913 —14- Þá sagði hann eins og margir
meðstjórnarmenn hans stjórnarstörfum af sjer sökum
harðrar deilu í fjelaginu. 1918 tók hann aftur á móti
kosningu, og var síðan í stjórn þess til 1921. Hann var
líka í stjórn Atlantshafseyjafjelagsins og gerði það fyrir
bænastað stofnendanna, en annars færðist hann venjulega
undan því að taka að sjer stjórn fjelaga, er hann var
beðinn þess, og vísaði þá á einhvern annan, eins og þá
er heimilisiðnaðarfjelagið danska bað hann um að ganga
í stjórn þess. Thoroddsen var eigi fyrir það að trana
sjer fram.
I vísindafjelaginu danska vann hann ýmislegt fyrir
fjelagið í fræðigreinum sínum, og var hjer um bil í sjö
ár hinn eini jarðfræðingur í fjelaginu, því að honum tókst
eigi fyr en 1919 eftir ítrekaðar tilraunir að fá annan jarð-
fræðing tekinn í fjelagið. Hann sat þar í nefnd um land-
skjálftarannsóknir, og hann var einn af þeim, sem gaf
upp titla á nýjum náttúrufræðisritgjörðum í alþjóðabóka-