Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Blaðsíða 59
Þorvaldur Thoroddsen
59
skrá yfir náttúrufræðisrit (International Catalogue of
Scientific Litterature).
Thoroddsen mun hafa átt kost áþví að verða prófessor í
landafræði við háskólann í Kaupmannahöfn 1910, en hann
þáði það eigi; voru þá umsækjendur látnir keppa um
embættið, og var Thoroddsen einn af þeim, sem dæmdi
verðleika þeirra. Hann mundi einnig hafa getað orðið
þar prófessor í steinafræði og jarðfræði 1912 eftir fráfall
prófessors Ussitigs, ef hann hefði viljað það, en það hefði
tekið hann mikinn tíma ’að gegna þeirri stöðu.
VIII.
Porvaldur Thoroddsen var hið mesta lipurmenni, við-
feldinn,þýðurog hægláturí umgengni, gamansamur og glaður
í viðræðum. Hann var mjög vitur maður. Hann kunni og
frá mörgu að segja, skemti oft með smásögum og skrítl-
um, var og hinn ræðnasti í samkvæmum og skjótur að
verða málkunnugur mönnum. Hann skorti aldrei umtals-
efni, því að hann var svo víða heima. Honum var ljett
um mál, og hann var eins ljós í ræðu sem í riti. Hann
var góður vinur, tryggur, nærgætinn og þakklátur. Pað
var mjög gott að vinna með honum, hvort sem menn
höfðu sömu skoðanir sem hann eða eigi, af því að hann
var greindur og samvinnuþýður.
Hann var hinn besti heimilisfaðir og eiginmaður,
enda var hjónaband hans mjög farsælt. Konan hans frú
Póra Thoroddsen var ástúðleg eiginkona og mjög um-
hyggjusöm húsmóðir1). Hún var híbýlaprúð, nýtin og
hin mesta ráðdeildarkona. Hún var mjög nærgætin við
mann sinn og hugsaði um að hann fengi sem best næði
til ritstarfa sinna. Sem dæmi upp á það hvernig hún
l) Um frú f’óru Thoroddsen sjá Óðin 13. árg. maí 1917, bls. 10—
12. í þeirri grein er prentvilla á bls. n, 2. dálki, línu 12 a. n. »allar
kvennlegar hannyrðir« fyrir sýmsar kvennlegar hannyrðirr.