Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Page 66
66
Þorvaldur Thoroddsen
frá ýmsum löndum. Rit þessi vildi hann gefa út me&
myndum, og er meira eöa minna til af hverju bindi;
ýmislegt af þeim hefur verið prentað áður, en þau eru
eins fróðleg fyrir það. Auk þess ætlaði hann að endur-
bæta það, er áður hafði verið prentað, og jafnvel endur-
semja sumt af því.
Seint í mars 1920 byrjaði hann að rita um fiskiveið-
arnar og vann að því í nærri sex vikur; en bæði af því
að honum þótti ganga seint með prentunina á landbún-
aðarsögunni og af því að honum var ríkt í huga að rita
rækilega um eldfjöllin á íslandi, hætti hann við rit þetta
að sinni, og fór fyrst annað að starfa, og ætlaði þá að
byrja að rita um eldfjöllin, en þá (í maí) kendi hann svo
lasleika, að læknir hans rjeó honum að fara til Silkiborg-
ar á heilsubótarstofnunina þar. Hjelt hann þá boð vin-
um sínum, sem hann annars ætlaði að halda 6. júní, og
fór nokkru síðar hinn 26. maí til Silkiborgar, og var þar
til 3. júlí; en því miður varð sú ferð honum að litlu gagni.
Hann gat þó unnið sem áður, er hann kom heim, og
viku síðar tók hann að rita um eldfjöllin. Hann hafði
lagt sjerstaka stund á að rannsaka þau, og byrjaði þeg-
ar á námsárum sínum að safna efni í sögu þeirra, eins
og hið danska ágrip hans af eldfjallasögu íslands ber
vitni um; var hjer að ræða um það efni, er heita mátti
sjernám hans. Hann vonaði lika að þetta mundi verða
hið besta rit sitt; ef alt hefði orðið eins og upphafið og
ef honum hefði endst aldur til þess að ljúka við það, er
eigi heldur efi á að svo hefði orðið. Verkið gekk greitt,
og hann hjelt áfram við rit þetta á meðan til vanst;
seinast ritaði hann nokkuð af því 3. desember. Ef hann
hefði haldið kröftum til 3. júlí árið eftir, mundi hann hafa
lokið við uppkastið að riti þessu, því að undirbúningur
hans til þess var svo mikill og góður, sjerstaklega í 2.
bindið.