Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Side 73
Þorvaldur Thoroddsen
73-
stóra. Annar þeirra ber nafn Porvalds Thoroddsens og
skal vöxtunum af honum varið til að gefa út íslensk rit
um landfræði íslands, jarðfræði og náttúrusögu, og ef
eigi er kostur á góðum ritum um þau efni, má nota
vextina til þess að gefa út rit, er innihalda sjálfstæðar
rannsóknir um sögu íslendinga og menningarsögu eftir
1262, og einnig vel rituð alþýðurit um almenn náttúru-
vísindi. Einnig á að safna saman hinum íslensku ritgjörð-
um eftir Thoroddsen, sem eru prentaðar á víð og dreif í
íslenskum ritum og blöðum, og gefa þær út í einni heild;
og þá er stundir líða fram, á einnig að gefa út aftur
nokkur af hinum stærri ritum hans, þau sem þá verða
talin að hafa enn þýðingu, þá er þau eru eigi lengur fá-
anleg í bókaverslununum.
Hinn sjóðurinn ber nafn frú Póru Thoroddsens, og á
með vöxtunum af honum að styrkja ekkjur eftir fasta
kennara við mentaskólann í Reykjavík og við prestaskól-
ann, nú guðfræðisdeild háskólans. Pá er sjóðurinn vex,
á einnig að styrkja ógiftar dætur þessara embættismannar
þá er þær eru yfir 45 ára, og má þá enn fremur styðja
ekkjur annara embættismanna í Reykjavík, er efnin leyfa
það. Við báða þessa sjóði á jafnan að leggja fjórða
hlutann af ársvöxtunum, svo að þeir vaxi.
En fyrst og fremst vildu þau hjónin bæði sjá um,
að Guðlaug Hjálmarsdóttir, sem hafði verið hjú þeirra
frá því að þau giftust, hefði alla æfi nægilegt lífsuppeldi,.
og einnig vildu þau árlega hjálpa og gleðja þær konur,
sem stóðu þeim næstar og þurftu aðstoðar þeirra á efri
árum. Sömuleiðis vildu þau gleðja hina bestu leiksystur
Sigríðar sálugu dóttur þeirra á hverju ári meðan hún lifir.
Petta lýsir trygð þeirra hjóna. Og arfleiðsluskráin lýsir
einnig á hverju hvort þeirra hafði mestan áhuga.
Pau hjónin gáfu og Rjóðmenjasafninu mjög marga
góða gripi. Landsbókasafninu gaf Porvaldur allar hinar