Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Qupperneq 79
79
Um hjúahald.
I. Ástandið fyrrum. Stutt yflrlit.
Siðan ísland bygðist, hafa íbúar þess skifst í tvo aðal-
flokka, húsbændur og hjú. Hjúahaldið hefur á um-
liðnum öldum tekið allmiklum breytingum, og skal hjer með
fáum orðum skýra frá aðalbreytingunum.
Fyrstu 300 árin var vinnuhjúastjettin fjölmenn og fór
þá oft vel á með húsbændum og hjúum, og bændur voru
stjórnsamari en síðar. Þrifnaður í búnaði fór þá og eftir því.
Var góður eins og kunnugt er.
Á Sturlungaöldinni kemst þjóðfjelagið á ringulreið og
losnar þá og um sambandið milli húsbænda og hjúa. Þá, og
einkum síðar, verður hjúastjettin smámsaman fámennari af
því að frá henni skilst allmikill hluti, sem verður laus og
flakkar. Gætir þessa altaf siðan að meira og minna leyti í
600 ár, eða fram á 19. öldina, þegar flökkulýðurinn hverfur
að mestu úr sögunni. Batnaði þá um stund með hjúahaldið
og var enda farið til þess nokkru áður, er förulýðnum tók að
fækka að mun.
Förumannaflokkurinn var þjóðinni til mikillar ógæfu á
ýmsan hátt. Meðal annars með því að gera bændum örð-
ugra fyrir með hjúahaldið. Þeir höfðu nú miklu verri
tök á hjúum sínum en áður, því að rögg bænda og stjórn-
semi var í afturför, og ef eitthvert hjú nenti ekki að vinna
eða varð ósátt við húsbóndann, hafði það greiðan veg til
þess að hlaupast á brott og slást í förumannahópinn, og
halda sjer uppi á sníkjum að nokkru eða öllu leyti, því að
löggjöfin hjelt oft ótrúlega mildri verndarhendi yfir þessu fólki,
og almenningsálitið rjettlætti einatt þennan lifnaðarhátt, þótt í
þessum flokki væri altaf margt af hraustu og fullvinnandi fólki
á besta aldri.
Heldur vita menn nú ógerla um hin ýmsu atriði hjúa-
haldsins á fyrri öldum.
Bestar upplýsingar eru til um kaupið, en samt í molum,
því að hin fornu lög og skjöl, sem að þessu lúta, þykja ekki
ljóslega orðuð.
Kaup vinnuhjúa var lágt framan af, en fór smáhækkandi
fram í lok 14. aldar.1)
*) Forv. '] horoddsen telur að vinnumannskaup hafi hækkað úr 36
filnum í 80 álnir á tímabilinu 1100—1400. A 17. öld telst honum kaup-