Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Side 93
Um hjúahald
93
Eigurnar eru því litlar, þótt kaupið sje nokkuð hátt þegar
unnið er, og gengur í daglegan eyðslueyri, svo að ekkert má
út af bera með heilsuna eða önnur óhöpp, án þess að frelsið
sje í hættu. — Margir munu og hafa af einhverjum lánar-
drottni að segja, sem þeir eru meira og minna háðir. l’að
er því næsta takmarkað frelsið, sem fólkið nýtur og þráði,
eins og von var, meðan það var vistbundið í sveitunum. Af
þessum ástæðum er hæpið að ánægjan sje meiri en áður
þrátt fyrir ýmsar nautnir og skemtanir, sem oft er kostur
á daglega, en fólkið þekti ekki áður. Mörgum skemtunum
fylgir líka sársauki, og þótt honum sje ekki til að dreifa,
þá »grjet sá ekki fyrir gull, sem ekki átti«.
Margar eru orsakir þess að svona er komið og er sumra
getið hjer að framan, en auk þeirra verður hjer að minnast
á peningabúðirnar.
Það var þegar í upphafi viðsjált, hversu bankarnir höfðu
landbúnaðinn útundan með lánveitingar. — Hugsum oss hve
munurinn væri mikill á ástandinu, ef flestar miljónirnar, sem
lagðar hafa verið í húsabyggingar á mölinni f kaupstöðum —
að eg ekki nefni ýms önnur og miklu verri fjárhættuspil —
hefðu verið lagðar í að bæta og prýða sveitirnar, svo þær
hefðu borið meiri og tryggari gróða en nú gera þær. Er lít-
ill efi á, að þá hefðu margir þurrabúðarmenn nú getað búið
á eigin landi með betri afkomu og tryggari, ellegar verið í
vist eða kaupavinnu hjá bændum með góðum kjörum, því að
geta þeirra til framkvæmda og meiri útláta hefði þá verið
meiri en nú er hún.
Á stríðsárunum og síðan hefði þetta þó munað mestu
fyrir einstaklinga og landsbúið, því að verst hefur farið hin
seinni ár meðal annars vegna ofmikilla aðdrátta frá útlöndum
miðað við borgunargetu landsmanna.
Enn er á það að líta, að ef fólkið hefði búið flest í
sveitunum, hefði þjóðin komist af með færri embættis- og
kaupsýslumenn, með því hefði sparast mikið fje, en lands-
menn samt verið eins góðir Islendingar og þjóðlegir.
Alt bendir því á, að fyrir tilveru þjóðarinnar hefði verið
stórum heilladrýgra, að fólkið hefði aldrei úr sveitinni farið,
jafnvel þótt það hefði ekki verið auðugra en áður. Flest-
um hugsandi mönnum hjer og erlendis hefur líka komið sam-
an um, að landbúnaðurinn þurfi að vera meginstoð
þjóðfjelaganna, ef vel eigi að fara, og atburðir síðustu áranna
hafa gert mörgum þetta ennþá ljósara
En nú skal ekki dvelja lengur við þessar hugleiðingar,