Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Blaðsíða 95
Um hjúahald
95-
og er þá mikið fengið. Þetta er líka reynandi og góð hjú
eiga slíkan glaðning margfaldlega skilinn.
Eg held nú samt, að rjettlátast og eðlilegast væri að þeir
bændur, sem eiga því fágæta láni að 'fagna, að hafa veru-
lega góð hjú, verðlaunuðu þau sjálfir á vissum ára fresti
og væri ánægjulegast að slík upphæð væri sem rlflegust eftir
getu húsbóndans, og þetta þvt fremur sem mörg sltk hjú
vinna fyrir heldur lágu umsömdu kaupi, því að vinnan og
trúmenskan er ánægjan þeirra fremur en peningarnir. — En
því miður er hætt við að slík verðlaun strandi á eigir.girni
sumra bænda, og oflítilli dómgreind á mismun dugnaðar og
vinnugæða; en gaman væri fyrir þá, sem hafa góð hjú og
getu til svona útláta, að reyna þetta.
Ág'Óðahlutur í búskapnum er aðferð, sem reynandi
væri að taka upp. Væri þá ekki samið um fast hátt kaup,
en hjúunum gefinn kostur á að fá vissan hundraðshluta af
hreinum ágóða búsins. En til þess að þetta gæti orðið,
þyrftu bændur að halda glögga búreikninga, — þess þyrftu
þeir líka hvort sem væri. Vera kynni að sum hjú vildu ekki
ganga að þessu, af því þeim sýndist tvísýnt um ágóðann, eða
að því að þau treystu húsbóndanum ekki til að hafa reikn-
ingana hreina og rjetta. En ef að fyrstu tilraunirnar lánuðust
vel, mundi aðferðin breiðast út á skömmum tíma, því að-
hjúin mundu þá sækja eftir þessu. Með aðferðinni fengist þá
mikil hvöt fyrir hjúin til þess, að vinna vel að hagsmunum
búsins, ekki síst ef talsverður hluti kaupsins — segjum !/s—1 /s
— væri innifalinn í ágóðanum.
Hjúunum mundi þá finnast að þau vera að vinna fyrir
sig sjálf, og jafnvel ekki gera eins strangar kröfur til þeirra
útláta af ’núsbóndans hendi, sem síður væru nauðsynleg.
Aðferðina þarf því að reyna.
Meiri stjórnsemi og1 vinnureglu. 1*011 nokkuð haft
færst í betra horf í þessum efnum hin síðari ár, vantar þó
mikið á, að í lagi sje víða til sveita.
Einna mest liggur bændum á, þegar um vinnuna er að
ræða, að verða alment ákveðnari og stjórnsamari, þótt
fáar sjeu hendurnar, jafnvel þó að ekki sje um að tala nema
stjórna sjálfum sjer, bæði í því að vera búnir að leggja niður
fyrir sjer áður en verk er hafið, hvernig það á að vera og
hversu að skuli fara, svo að ekki fari tími og peningar til
ónýtis þegar byrjað er, sökum tafa er leiða af hiki, þegar alt
er óundirþúið í huganum.
í’ar sem margir ganga að vinnu og ýmis konar, er gott