Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Page 102
102
Hákon Finnsson
vinnulýðinn — »sauðsvartan almúgann«. Nú er þetta smám
saman að breytast, svo að flestir hugsandi mentamenn virða
líkamsvinnuna svo sem vera ber. Samt gera þeir enn of lítið
að því sjálfir að taka »ærlegt handtaks. Síðari orsökin til
þess hvernig á erfiðisvinnuna hefur verið litið, er sú, að verka-
menn hafa lengi haft slæm verkfæri, sem auk þess hefur ekki
verið beitt með rjettum handtökum, svo menn hafa orðið slit-
uppgefnir á stuttum tíma, og án þess að hafa komið nema
litlu í verk. f’egar svo hefur bætst við langur daglegur vinnu-
tími með fáum og stuttum hvíldum og harðstjórn eða stjórn-
leysi, var eðlilegt að þessi skoðun þroskaðist.
En svona tökum má ekki taka huga og hönd æskunnar,
þegar henni eru fengin verkfæri og hún verður að yfirgefa
leikföngin.
Er þá fyrst að nefna, að unga fólkið þarf að sjá að
hinir fullorðnu beri virðingu fyrir vinnunni, og þurfa
þeir að gerá því skiljanlegt, að hún sje nauðsynleg og eftir-
sóknarverð.
Unglingurinn þarf strax að fá ljett, liðleg, vel tilhöfð
og mátulega stór verkfæri, sniðin eftir stærð hans
og kröftum. Enn fremur er nauðsynlegt að breyta um
stærð og styrkleika verkfæranna eftir því sem
hann vex og eflist að burðum. Mun sjaldan veita af
að breytt sje um stærðina á 3—4 ára fresti. Þetta ætti að
vera hægt með þau verkfæri, sem eru smíðuð innanlands, en
verra er við hin að eiga, sem fá verður frá útlöndum. Er
það mikill bagi, að slík verkfæri skuli ekki fást með nógu
misjöfnum stærðum, og er furða að útlendingar, sem eru þó
víða komnir svo langt í verklegum efnum, skuli ekki gjöra
verkfærin nógu misstór eftir stærð og þroska þeirra, sem eru
á vaxtarskeiði. (En svona er þetta þar sem eg veit til).
Af þessu verður örðugt fyrir okkur að fá því breytt þótt
við vildum.
Það er ótækt og hinn vissasti vegur til að koma inn hjá
unglingnum leiða og óbeit á vinnunni að fara svo að
sem margir gjöra, að láta hann fá útnýtt, stór, þung, sljó
og Ijót verkfæri í hendur, jafnvel með þeim ummælum, sem
heyrst hafa: »Það er fullgott handa stráknumU
Þetta á að vera þvert á móti. Vera þannig að hinum
unga manni finnist hann vera búinn að fá gott og fallegt
leikfang þar sem nýja verkfærið er. Það á enn fremur að
vera með nafni hans og hans eigin eign; er þá meiri von
um að það verði síður skemt eða brotið.