Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Page 105
Um hjtíahald
105
fullorðna fólksins á bæjunum, heldur einnig og einkum
vegna þeirra, sem verið er að ala upp og hafa þetta dag-
lega fyrir augum. Sje ekki út af þessu brugðið, þekkja
börnin ekki annað og siðast af því miklu betur en með
margorðum áminningum og hirtingum. Góð fyrirmynd í
þessum efnum eins og öðrum, eru uppeldismeðul, sem eru
börnunum hollari en margar lexíurnar, hvort heldur er heima
eða í skólanum.
Ef unga fólkið í sveitinni fær verulega gott upp-
eldi á sjálfum heimilunum, í siðlegum og verklegum efn
um með fyrirmyndinni og í bókfræðslu svo vel og lengi
sem kostur er, þá mun vel fara með framtíð fslensku sveit-
anna.
f>ótt svo fari þá að útþráin beri æskumanninn um stund
að heiman eitthvað út í veröldina, mun hann ekki festa yndi
fyr en hann er kominn aftur heim í helga reitinn sinn,
»því minningin á þar sitt Eden«.
Mun þá enn sannast hið fagra og fornkveðna, að
»Römm er sú taug,
sem rekka dregur
föður túna til«.
Fegurðin, frelsið og hin heilnæma og fjölbreytta vinna
við sjálfa lifandi náttúruna og úti í henni, veitir
bændum svo mikla hjálp við uppeldi æskunnar, að handvömm
má teljast, ef þeim tekst ekki að ala börn sfn svo upp, að
þeir með þeim tryggi landbúnaðinum nægan vinnukraft í fram-
tíðinni.
Hdkon Finnsson.