Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Page 117
Um sýfílis
9. mynd. Sýfílis á 3. stigi, sár á fótleggjum.
um neglurnar og á milli tánna, og stundum myndast þar
lítil hörð æxli eða sár, sem vessi vellur úr. Mjög oft
þjást sjúklingarnir á miðstiginu af margs konar liðagigt,
af bólgu í sinum og sinaskeiðum, aí vöðvabólgu og
vöðvakrampa, af margs konar blóðsjúkdómum, af hinni
hættulegu og bráðdrepandi lifrarbólgu og lifrarrýrnun,
enn fremur af miltisbólgu, nýrnabólgu, margvíslegum
meinsemdum í hjarta og æðum og æðaveggjum, af
eistnabólgu, heila og mænubólgu, og margvíslegum tauga-
sjúkdómum, og »epilepsi« og ótal öðrum meinum, kaun-
um og þjáningum.
Priðja stig sýfílis eða lokastigið (tertiær sy-
117
sýfílitiska lithimnubólgan (iritis) illræmd, — sömuleiðis í
hlustirnar og inni í sjálfu eyranu, er oft geta valdið full-
komnu heyrnarleysi. Stundum fá sjúklingarnir langvar-
andi beinhimnubólgu, einkum í handleggi eða fætur, og
af og til kemur mikill ofvöxtur í beinin. það koma alls
konar illkynjuð útbrot á hendur o gætur, einkum kring-