Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Page 137
Georg Brandes áttræður
37
þjóð vorri er læs og skrifandi, og oss er stöðugt mein-
að að fá hlutdeild í æðri og þjóðlegri mentun við háskól-
ann x Gent, sem oss hefur verið heitið fyrir löngu. En
auk þessara svika verðum við stöðugt að þola alls konar
ofbeldi og órjettlæti. Pegar eftir vopnahljeð var mörg-
um hundruðum Flæmingja kastað í dýflissu að ósekju,
þar á meðal hinu unga skáldi voru Wies Mons og forstöðu-
konu kvennafjelagsins, Roga de Guehtemaere, sem dæmd
var til 15 ára typtunarhúsvinnu. Enn þá, þremur árum
eftir stríðslokin, heldur ofsóknum belgísku stjórnarinnar
áfram gegn oss, og vjer álítum því rjettmætt að ákæra
hana opinberlega fyrir öll þessi valdabrot*.
Hin alvarlegu og rökstuddu brjef, sem Brandes rit-
aði opinberlega til Vandervelde, virðast hafa haft áhrif á
belgisku stjórnina, að minsta kosti var mörgum pólitísku
föngunum gefið frelsi skömmu seinna.
Svertingjar í Norðurameríku hafa einnig nýlega sent
bænarbrjef til Brandesar, og beðið hann að mótmæla dóm-
leysisaftökunum (Lynchjusíits) á þeim, sem altaf sjeu að
aukast í Suðurríkjum Bandaríkjanna.
l?á er austurríski rithöfundurinn Latzko var að deyja
úr hungri, skrifaði hann Brandes um neyð sína og gekkst
hann fyrir samskotum til hans og bjargaði þannig lífi
hans. Enn fremur hafa bæði Gyðingar í Póllandi og
»Kommunistar« á Ungverjalandi leitað til hans, og beðið
hann að mótmæla í mannkærleikans nafni þeim ofsóknum
og hryðjuverkum, sem stöðugt eru framin af valdhafend-
um í þessum löndum gegn þeim.
Pað væri hægt að halda lengi áfram á sama hátt, og
sýna fram á, hve ótrúlega mikils álits og trausts Brandes
nýtur sem mannvinur út um allan heim.
Bað má óhætt fullyrða, að bæði fyrir mannúð sína
og ritverk hefur Brandes öðlast meiri frægð í útlöndum
en nokkur annar danskur maður. Meðal stórþjóðanna