Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Side 146
46
Danskar og norskar æfisagnabækur
verður því alt að því 20 hefti. Hún á að verða 3 bindi og
eru 6 fyrslu heftin 1. bindið, 702 bls. Það endar á Sören
Hansen lögreglulækni, sem manna best hefur barist fyrir
mannfræðisrannsóknum og mannmælingum; eru menn nú of-
urlítið farnir að hugsa um þær á íslandi og er það honum
nokkuð að þakka.
Hin norska æfisagnabók er í líku sniði og æfisagna-
bók Bricka, en þó er æfisögum hinna merkustu manna ætlað
þar miklu meira rúm. Æfisaga Björnstjerne Björnsons er full-
ar 70 blaðsíður, og er hún hin langlengsta í bindi þessu. Á
honum endar fyrsta bindið.
Þá er rit þetta byrjaði að koma út, skýrði jeg frá því í
Morgunblaðinu 27. nóv. 1921, í’að snertir á ýmsan hátt oss
Islendinga. í það verða allir þeir Islendingar teknir, sem
dvalið hafa í Noregi og á einhvern hátt koma við sögu Norð-
manna, enn fremur allir hinir merkustu íslendingar, sem uppi
hafa verið fyrir 1537. í því er og sagt frá mörgum Norð-
mönnum, sem koma við sögu íslands. í því á að skýra
greinilega frá öllum Norðmönnum, sem nokkuð kveður að í
sögu hinnar norsku þjóðar og í öðrum löndum. Þeir verða
ekki valdir beinlínis eftir því, hvernig verk þeirra hafa verið,
heldur hvort þeir hafa orðið alment kunnir í Noregi. Það
verður því skýrt jafnt frá landsmálamönnum og mönnum, sem
hafa unnið að verklegum framkvæmdum og endurbótum at-
vinnuveganna, sem rithöfundum og vísindamönnum. í það
eru einnig teknir þeir útlendingar, sem dvalið hafa í Noregi
og að hefur kveðið þar í landi. í fyrsta bindinu eru 12 ís-
lendingar. Um 11 þeirra hafa prófessorarnir Edvard Bull og
Fredrik Paasche ritað; þeir eru báðir allvel að sjer i forn-
sögum vorum, en eigi eins kunnugir hinum nýju íslensku
sagnaritum, og bera einstaka æfisögur vitni um það. Þess
vegna mun þess eigi getið, að Björn ábóti í Niðarhólmi, er
kallaður var Rita-Björn, var íslendingur, og að hann er nefnd-
ur rúmum 20 árum fyr en segir í æfisagnabókinni, sjá Tíma-
rit Bókmentafjelagsins 1899 bls. 136 —137 og Safn til sögu
íslands IIII. Rita-Björn var ættaður af Norðurlandi og alinn
upp af Brandi biskupi Sæmundssyni; um 1205—1209 var
hann prestur hjá Páli biskupi Jónssyni; síðar fór hann til
Noregs.
Æfisagnabók þessi er hið merkasta rit og leggja rúmlega
80 manns saman í hana. Efninu hafa þeir orðið að safna
úr alls konar söguritum, tímaritum, blöðum og skjalasöfnum;
er oft getið um heimildirnar, en eigi nærri ávalt. Sumar æfi-