Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Síða 160
ióo
Tvær ágætar bækur
urlöndum á vorum dögum. Sjera Klaveness talar gagnort um
mannlífið í Noregi eins og það er. og leggur út af guðspjöllun-
um jafnan með tilliti til þess. Hann leiðbeinir mönnum og kenn-
ir, hvernig þeir eiga að lifa. Islenskir kennimenn gætu eflaust
haft mjög mikið gagn af að lesa bók þessa; hún mundi hafa
hughreyfandi áhrif og gæti verið þeim til fyrirmyndar, er þeir
flytja gleðiboðskapinn. Klaveness var einn af hinum mætustu
kennimönnum í Noregi á vorum tímum, og ritaði mjög margt
í 47 ár, er hann vann að ritstörfum,- Hann hefur gefið út
annan árgang af prjedikunum, er heita »Nye prækener til alle
kirkeaarets helligdage« (Kristiania 1915). Þær eru einnig
ágætar, en ekki eins og hinar fyrnefndu. Klaveness gaf út
með Christopher Bruun mánaðarritið »For kirke og kultur«,
eitt af hinum bestu tímaritum í Noregi. Hann var áhuga-
maður mikill og mannvinur. Nafn hans er alkunnugt á Is-
landi, því að þetta er sami maðurinn, sem ritað hefur »Bama-
lærdóm« og ,»Biblíusögui «, er út hafa komið á íslensku.
Hin bókin heitir »Kirken og folket, til orientering i
det sociale spörgsmaaU og er eftir Mikael Hertzberg
(Kristjania 1917, Aschehoug, 8 -j- 288 bls. í stóru 8 bl. broti,
verð 5,80). Hann lýsir fyrst hugsunarhætti og trúarlífi manna
víðsvegar í Noregi, einkum á meðal almennings; en mestur
hluti bókarinnar er um verkmannamálið og alt, er það snert-
ir, og um hluttöku kirkju og kennimanna í því máli. Höf-
undurinn er prestur, en gerðist í 5 mánuði rjettur og sljettur
verkmaður í verksmiðju einni, til þess að kynna sjer hag og
hugsunarhátt verkmanna. Hann hefur í mörg ár kynt sjer
verkmannamálið mjög rækilega, fyrst og fremst í Noregi, en
einnig í Danmörku og Svíþjóð og á Englandi og víðar til
samanburðar. Hann gerir sjer far um að rita sanngjarnlega
og frá kristilegu sjónarmiði. Hann ber mikla góðvild til
verkmanna, og er með þeim 1 mörgum greinum. Bók þessi
er einstaklega fróðleg. I henni eru líka upplýsingar um afar-
mörg hin bestu rit, sem um málefni þetta hafa verið rituð,
einkum á Norðurlöndum og á Englandi. Mál þetta er nú
risið upp á Islandi, og það hefur afarmikla þýðingu, að sem
flestir menn kynni sjer það rækilega og að gert sje það, sem
hægt er, til að bæta hag alls almennings, og að beitt sje
sanngirni og rjettlæti á báðar hliðar. Að því á þjóðlíf vort
að stefna, að sem flestum geti liðið vel og að hver einstakl-
ingur vaxi siðferðislega; það er undirstaðan undir öllu. Þeir,
sem vilja hugsa um þetta og vinna að þessu, ættu að fá sjer