Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Page 161
Christen Collin, nýjustu bækur hans
161
bók þessa; stendur kennimönnum það mjög nærri að hafa
góð áhrif í þessa átt.
Chr. Collin, Den hvite mands siste ehance. Kristi-
ania 1921 (Gyldendal) (4 -j-) 209 bls. 8. Verð 8,50.
Sami. Ved en ny tids frembrud. Kria 1922.
(Gyldendal). 8 -(-301 -f- 1 bls. Verð 13 kr. 50.
Christen Collin, háskólakennari í Kristjaníu, er talinn lærð-
astur maður í Noregi í menningarsögu og bókmentum Ev-
rópu. Hann hefur á síðustu 30 árum ritað margar góðar
bækur. Hin stærsta þeirra er um Björnstjerne Björnson,
saga hans í bernsku og æsku til 1861, og jafnframt um
norskar bókmentir á þeim tímum Aðra bók hefur hann rit-
að um Leo Tolstoj og menningar-sjúkd óm nútíðar-
innar, er hefur komið út þrisvar, endurbætt og aukin. Þriðja
mesta bók hans áður en ránveldaófriðurinn hófst, »Bror-
skabets religion og den nye livsvidenskap«, er einnig
merkur þáttur úr menningarsögunni.
Síðan ófriðurinn mikli hófst hefur hann ritað mikið um
heimsmenninguna og ástandið; hafa fjórar bækur komið út
eftir hann: »Vintersolhverv« 1916, »Verdenskrigen«
1917 og síðan þær bækur, sem að ofan eru nefndar. »Den
hvite mands siste chance« er þrír þættir, hinn fyrsti um hvern-
ig menning nútíðarinnar hefur vaxið, annar um ofgnægðir lífs-
ins og hinn þriðji um stórvirki 19. aldarinnar. Aðalverkefnið
eftir heimsófriðinn segir hann að sje að koma á friði og
tryggari samheldni á milli allra þjóða af hvítu ættinni. Til
að framkvæma þetta styður það, að allar þjóðir í Norðurálf-
unni og nýlendum þeirra í öðrum heimsálfum eiga sameigin-
leg lífsáhugamál og við sömu hættur að etja; ef þær geta
fylgst að, kveður hann útlitið ágætt; að því styðja einnig
miklar endurminningar um sameiginlega evrópeiska menningu
og rnikil sameiginleg lífsreynsla.
í hinni síðustu bók sinni ritar Collin um ýmsa þætti og
atriði í heimsmenningunni og nokkur hin merkustu málefni, er
snerta nútíðina, vísindi og trúarbrögð; er þar mikinn og marg-
víslegan fróðleik að fá. Bækur Collins eru bæði vekjandi og
fræðandi. Sjónarsvið manna vex við lestur þeirra.
Svía sag'a. Carl Grimberg, Svenska folkets
underbara öden. I.—VII. bindi. Stockholm, P. A. Nor-
stedt & söners forlag.
Fyrir 50 árum átti engin af hinum norrænu þjóðum ná-
kværna eða stóra sögu sína frá upphafi og fram á síðustu
daga. Svíar eru hjer um bil jafnmargir sem Danir og Norð-