Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Page 163
Paasche, Snorri Sturluson og Sturlungar
l63
ná fram til 1709. Þá eru þrjú bindi, 5.—7. bindi, um 18.
öldina, og endar 7. bindið 1809. Það er því líklegt að
saga þessi verði 10 bindi.
Saga þessi hefur þann mikla kost, að nefna við hvern
þátt eða kafla þau rit, sem til eru um það efni, sem þar
segir frá; fær þá lesandinn að vita, hvert hann skal leita, ef
hann fýsir að vita um eitthvað nánar en í sögunni segir. Þetla
ekki gert í hinum miklu Svía, Dana og Norðmanna sögum,
sem fyr eru nefndar.
Saga þessi kemur út í tveimur útgáfum, annari skraut-
legri og dýrri í stóiu broti, en hinni ( minna broti handa öll-
um almenningi. Sú útgáfa er þó mjög laglega úr garði gerð
og með mörgum myndum. Það hefur selst ákaflega mikið af
henni 1 Svíþjóð, og er hún því ódýr að tiltölu. Sjöunda
bindið af alþýðuútgáfu þessari er 744 bls., og kostar 8 kr.
75 aura óinnbundin Sökum gengismunarins á sænskum og
íslenskum krónum eru sænskar bækur mjög dýrar nú sem
stendur fyrir íslendinga. En ætti jeg að ráða Islendingum til
að kaupa einhverja Svía sögu, þá er jeg ekki í vafa um, að
saga þessi eftir dr. Grimberg er hin langbesta fyrir þá.
Bogi Th. Melsteð.
Frederik Paasehe, Snorre Sturlason og Sturlung1-
erne. Kria (Aschehoug) 1922. VIII -)- 2 myndum -+-359
bls. Verð 11 kr. 50, ib. 14 kr. 50.
Fyrir miðja 19. öld kallaði P. A. Munch, hinn lærðasti
sagnaritari Norðmanna, Heimskringlu, Noregs konunga sög-
ur Snorra Sturlusonar »hið ágætasta þjóðrit vort« (»vort
ypperste Nationalværk«), og hafa Norðmenn síðan oft nefnt
Heimskringlu svo. Fyrir oss Islendinga er ánægjulegt að vita
það, að einn landi vor skuli hafa ritað þá bók, sem orðið
hefur hin ágætasta í Noregi. Prófessor Paasche segir í for-
málanum fyrir bók þessari, að Heimskringla hafi verið veldi
í norskri sögu, en að Norðmenn hafi vitað minna um Snorra
sjálfan og um það tímabil, þá er Heimskringla varð til. Þetta
er orðað svo eins og höfundurinn eigi við Noreg eða Noregs
sögu. þótt auðsætt sje af því, sem á eftir fer, að hann á við
Island. Sumum Norðmönnum er eigi um það að nefna ís-
land, þá er þeir tala um íslenskar þókmentir á miðöldunum.
Fyrir nokkrum árum hjelt norskur vísindamaður fyrirlestur í
norræna stúdentasambandinu í Kaupmannahöfn um Noregs
sögu og var fyrirlesturinn aðallega um Heimskringlu og þýð-
ingu hennar og áhrif á Norðmenn. Hann talaði um hana
sem norska bók, en nefndi aldrei ísland. Margir íslenskir