Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Page 171
Um hinn íslenska Faust
171
haft ktinna (8028) eða mega (1942, 3633), að fá (3144) og tnega (681,
1239, 2879, 3110) er látið þýða sama og verða (eg . . ganga. . að þvotti
fekk = varð; hætta ýlfri máttu = verðurðu), að máttugt virðist eiga að
þýða mögulegt (3860), að einn er sama og einhver (eg hugði að einn
um ganginn gengi 1842) og ncinn, neitt er látið merkja enginn, ekkert
(4529, 2550), að lík er þvert ofan í núverandi mál haft um lifandi lík-
ama (2439), og englai drottins kallaðir árar (265), þó að alkunnugt sje,
að svo heita nú ekki aðrir en púkar andskotans (þannig er orðið notað
1304 o. v.). í'ýðandinn leitast við að rjettlæta þetta með því að vísa
til Háttatals í neðanmálsgrein, rjett eins og atkvæði þess sje svo máttugt,
að það geti hrundið lifandi málvenju.
í þessu sambandi má nefna, að þýðandanum virðist mjög í nöp við
einstöku orð, sem spunnin eru af útlendum toga, þó að þau sjeu orðin
íslensk fyrir löngu. Hann kallar nýja testamentið hina nýju sáttmálsrtin
(1219), og er óhætt að segja að merking þessa ambögulega orðs verður
flestum hulinn leýndardómur nema þeir hafi frumtextann. Náttúran er
látin heita eðlisheimur (1035) eða eingöngu eðli (3105, 3220 o. v.). f>ó
er sú nafngiftin furðulegust, þegar ídealisti er skírður hewiskóngurváfa1)
(bls 258), af því að hann »þykist spinna út úr sjer alla verandina, eins
og köngurváfan þráð sinn«. Pað mun vandfundið ljósara dæmi um þau
örþrifaráð, sem menn geta gripið til í vanmætti sínum að íslenska orð,
sem sennilega reynast óþýðandi um aldur og æfi.
Pýðandinn notar sæg af skáldaorðum, sem almenningur skilur að
vísu, þó að óhætt sje að segja um flest þeirra, að þau hafa aldrei verið
tíðkuð í tali alt frá íslands bygð. Slík orð eru t. d. fljóð (2636,
2686, 2798, 3631), fold (2928, 3509), gríma (4444), hlýr (1072), hlýri
(2336, 3121), hrund (3724), hyr (649), mund (743, 2699), muni (2702),
sprund (2650, 3306), svanni (2989, 3671), und (= undir 4454, 4538),
víf (3327, 4204). fVílíkum orðum hefur írá ómunatíð verið mark-
aður bás innan málsins, og það er á einskis manns færi að ætla sjer
að leiða þau inn í samtalsstíl. fað er fram úr hófi tilgerðarlegt og an-
kannalegt, að heyra t. d. Grjetu, heilbrigða og hispurslausa stúlku, tala
eins og hún væri einlægt að böglast við að yrkja rímur, kalla sjálfa sig
fljóð, bróður sinn hlýra og nóttina grímu.
í hinu mikla lofi um þýðinguna, sem jafnvel hefur gengið svo langt
að kalla hana mesta íslenska bókmentagróða þessarar aldar, hefur
nákvæmni hennar verið sífelt viðkvæði, og á þeim hyrningaisteini hafa
öll hin fallegu orð staðið. í’etta er ekki tilhæfulaust. í öllu hinu ytra,
vísuorðatölu, samstöfufjölda hvers vísuorðs og högun rímsins, er frumritið
þrætt eins og framast verður á kosið. Formálinn sýnir að á þetta hefur
verið lögð svo rík áhersla, að þýðancjinn hefur jafnvel talið bragliðina
x) Pað er ef til vill ekki vanþörf að taka fram, að köngurváfa er
= konguló.