Réttur - 01.01.1955, Side 3
RÉ TTUR
3
Og hvað það þýðir, útlistaði Churchill af sinni alkunnu
mælsku og rithöfmidargleði:
Miðaldamyrkur kann að koma aftur, steinöld kann að koma
aftur á glampandi vængjum vísindanna, og það, sem nú gæti dreift
sem úr nægtahorni ómælanlegri velsæld yfir mannkynið, kann
jafnvel að orsaka algera tortímingu þess.
Vandfundinn hefði verið sá maður, er betur hefði verið
fallinn til að flytja þennan boðskap en hinn gamli stríðs-
jálkur imperíalismans. Þó er ekki hægt að segja, að persóna
Churchills spáði góðu um sigursæld í ihinni nýju krossferð.
í þrjátíuárastríði hans gegn sósíalismanum hafi stríðs-
lukkan jafnan verið honum mótsnúin.
En þó að Churchill boðaði í þessari ræðu sinni fyrstur
manna kenningu kalda stríðsins, var það þó þegar hafið
í reynd fyrir meira en misseri. Höfuðtilgangur Bandaríkja-
manna með því að varpa kjamorkusprengum á japanskar
borgir var sá, að skjóta stríðsþreyttum ráðstjómarþjóð-
unum skelk í bringu, enda var hið pólitíska andrúmsloft
meðal vopnabræðranna í styrjöldinni lævi blandið upp frá
þeirri stundu. Um þá ákvörðun Bandaríkjanna að einoka
kjarnorkusprengjuna segir brezka íhaldsblaðið Observer
12. ágúst 1945:
Ánægjuleg er sú yfirlýsing, að Bretland og Bandaríkin ætli
ekki að gera uppskátt leyndarmálið um kjarnorkusprengjuna
fyrr en fundin hafa verið ráð til að hafa hemil á henni. En hún
táknar mikla breytingu á valdaaðstöðunni í heiminum .... Hún
tengir Bretland og Bandaríkin nánari böndum en nokkru sinni
fyrr . . . Hún breytir kraftahlutföllunum milli hinna þriggja
stóru. . . Einokun kjarnorkusprengjunar gerir brezk-ameríska-
valdayfirburði að staðreynd eins og sakir standa.
Ári eftir að Fultonræðan var haldin, í marz 1947, lýsti
Truman forseti yfir því fyrir hönd Bandaríkjanna, að kalt
stríð væri hafið gegn sósíahsmanum.
Markmið hinna engilsaxnesku stórvelda með kalda stríð-