Réttur - 01.01.1955, Síða 4
4
RÉTTUR
inu voru margþætt. I fyrsta lagi vildu þau stemma stigu
fyrir útbreiðslu sósíalismans í heiminum. Þau óttuðust
með réttu, að í ýmsum löndum kynni alþýðan að varpa af
sér auðvaldsskipulaginu eftir þær ómælisþjáningar, er
það hafði fært henni á þessari öld með tveim heimsstyrjöld-
um, kreppum og fasisma. En það varð fyrir hvern mun
að breiða yfir hinar réttu orsakir til byltingarhugarins.
Þess vegna var Ráðstjómarríkjunum kennt um, hvar sem
alþýðan bærði á sér, og þetta dularfulla áhrifavald Ráð-
stjórnarríkjanna, sem talið var að verki út um allar jarðir,
var nefnt útþenslustefna, rauður imperialismi og annað
álíka vizkulegt.
En tilgangur vesturveldanna með kalda stríðinu tak-
markaðist engan veginn við viðnám gegn frekari útbreiðslu
sósíalismans, heldur var höfuðtilgangurinn einmitt allsherj-
arsókn, er leiða skyldi til hruns Ráðstjórnarríkjanna, ef
þess væri auðið. Kunnasti og áhrifamesti blaðamaður
Bandaríkjanna, Walter Lippmann, orðaði markmið
vesturveldanna þannig:
Þau verða að heyja diplómatíska baráttu til að koma í veg fyrir
að Rússland færi út yfirráðasvæði sitt, til að koma í veg fyrir,
að það geti styrkt aðstöðu sína og til að neyða það til að minnka
yfirráðasvæði sitt. (Leturbr. hér).
Fleiri ástæður en hinn sameiginlegi sóknarhugur gegn
sósíalismanum lágu til þess, að hin engilsaxnesku stórveldi
töldu sér hagkvæmt að hafa náið samstarf þrátt fyrir
margvíslega hagsmunaárekstra. Bretar voru hræddir um,
að þeir gætu ekki að eigin ramleik haldið í ítök sín út um
allan heim, og sérstaklega óttuðust þeir sjálfstæðishreyf-
ingar í nýlendunum. Einkum yrði þó aðstaða þeirra von-
laus, ef Bandaríkin fengju verulega ágirnd á löndum þeirra
og áhrifasvæðum. Það var því nauðsynlegt fyrir Breta
að ná góðu samkomulagi við hið unga og stórhuga heims-
veldi og beina athygli þess í aðrar áttir. Bandaríkjunum
hentaði einnig vel að hafa samstarf við Breta. Slíkt