Réttur - 01.01.1955, Side 10
10
RÉTTUR
hernaðarlegu gagnráðstöfunum unnu Ráðstjórnarríkin
ötullega að því sem fyrr að draga úr viðsjám í heiminum.
Þau beittu sér fyrir friðarsamningum við Austurríki, og
voru þeir undirritaðir í maí s.l.
1 byrjun júní var fyrir frumkvæði Ráðstjómarríkjanna
jafnað missætti milli þeirra og Júgóslavíu og vinsamlegri
sambúð komið á milli þessara landa.
I apríl var haldin ráðstefna í Bandung á Jövu. Þar voru
mættir fulltrúar meira en helmings mannkynsins, Asíu-
og Afríkuþjóða, sem flestar höfðu verið nýlenduþjóðir eða
að minnsta kosti háðar nýlenduveldum til skamms tíma.
Fulltrúarnir voru mjög sundurleitir að pólitískum skoð-
unum. Þar var forsætis- og utanríkisráðherra kínverska
alþýðulýðveldisins, og þar var einnig forsætisráðherra
hinnar afturhaldssömu Pakistanstjórnar, sem er aðili að
Kyrrahafsbandalagi vesturveldanna. Vesturveldin, sér-
staklega Bandaríkin, litu þessa ráðstefnu óhýru auga, en
fengu ekki að gert. Árangurslaus tilraun var gerð til að
spilla fundinum, er heill hópur kínverskra fulltrúa var
myrtur með því að sprengja flugvél þeirra. Sá, sem verkið
vann, skundaði að því loknu til Taivan, hernámssvæðis
Bandaríkjanna. Vesturveldin gerðu sér von um, að vinir
þeirra á ráðstefnunni fengju komið í veg fyrir, að sam-
komulag næðist, en það brást, einkum fyrir frábæra lægni
Sjú-En-Læs. Ráðstefnan samþykkti að fordæma nýlendu-
kúgun og skora á þjóðir heims að vinna að friðsamlegri
sambúð. Ráðstefnan í Bandung hafði mjög víðtæk áhrif
í þá átt að skapa andrúmsloft friðar og sáttfýsi í heim-
inum og var mjög mikilvægur undanfari Genfarfundarins.
Tvær meginástæður lágu til þess, að fundur æðstu
manna stórveldanna komst á í sumar: jafnvægi í vígbún-
aði milli austurs og vesturs og krafa almennings hvar-
vetna um heim um, að f jórveldin gerðu ráðstafanir til að
binda endi á kalda stríðið og tryggja heimsfriðinn.
I ágúst 1953 hafði verið gerð tilraun með vetnissprengju
í Ráðstjórnarríkjunum, og var þar með lokið yfirburðum