Réttur - 01.01.1955, Page 11
RETTUR
11
Bandaríkjarma á sviði kjarnorkuvopna. I febrúar s.l. lýsti
Molotoff yfir því, að Ráðstjórnarríkin væru komin fram
úr vesturveldunum varðandi kjarnorkuvopn, og á hátíðis-
degi flughersins í Ráðstjórnarríkjunum í júní s.l. upp-
götvuðu vesturveldin, að Ráðstjórnarríkin voru komin
drjúgan spöl fram úr þeim í smíði ýmissa flugvélateg-
unda, þar á meðal langfleygra sprengjuflugvéla, er gátu
borið kjarnorkusprengjur. Það jók og á áhyggjur vestur-
veldanna, að í Ráðstjórnarríkjunum hafði verið fundið
upp tæki til að mæla styrkleika kjarnorkusprengja, og þar
með var orðið óþarft að framkvæma sprengingar í reynslu-
skyni. Áttu vesturveldin þess nú engan kost lengur að
fylgjast með framförum í smíði kjarnorkuvopna í Ráð-
stjórnarríkjunum.
Því hefur verið haldið fram bæði hér á landi og í öðrum
Atlantshafsríkjum, að Genfarfundurinn væri árangur af
stofnun Atlantshafsbandalagsins, Parísarsamningunum
og öðrum hernaðarviðbúnaði vesturveldanna. Vegna þess-
ara ráðstafana hafi Ráðstjórnarríkin séð sitt óvænna og
orðið fús til samkomulags. Með slíkri túlkun er staðreynd-
unum gersamlega snúið við. Við upphaf kalda stríðsins
hafði vesturblökkin mjög sterka aðstöðu, en ráðstjórnar-
ríkin stóðu höllum fæti. Þegar Genfarfundurinn er hald-
inn, eru Ráðstjórnarríkin orðin mjög sterk en vesturveldin
miklu veikari hlutfallslega. Á tímabilinu, sem liðið er frá
stofnun Atlantshafsbandalagsins, hafa kraftahlutföllin
einmitt breytzt hvað örast Ráðstjórnarríkjunum í hag.
Á þeim árum hafa þau t. d. náð vesturveldunum varðandi
framleiðslu kjarnorkuvopna. Hið rétta er því, að sam-
komulagshorfur hafa batnað nú þrátt fyrir Atlantshafs-
bandalag og Parísarsamninga, en ekki vegna þeirra.
Leiðtogar vesturveldanna gerðu sér ljóst, að krafan um
fjórveldafund var orðin mjög eindregin og almenn. Ber-
línarávarp heimsfriðarráðsins sem samþykkt var á fundi
þess í febrúar 1951 og var krafa um fjórveldafund, hafði
hlotið mjög almennar undirtektir. 600 milljónir manna,