Réttur


Réttur - 01.01.1955, Side 12

Réttur - 01.01.1955, Side 12
12 RÉTTUR um f jórðungur alls mannkyns, höfðu skrifað nöfn sín und- ir það. Krafan um fjórveldafund var orðin svo almenn, að jafnvel Churchill hafði séð sig til knúinn að taka undir hana. I þingkosningunum í Bretlandi á s.l. vori sá Eden þann kost vænstan til að tryggja flokki sínum sigur, að heita því að beita sér fyrir fjórveldafundi. Eisenhower forseti gaf þá einnig yfirlýsingu um, að hann væri sam- þykkur þeirri hugmynd. Var talið, að hann hefði viljað stuðla með því að sigri brezka íhaldsflokksins. Á Ráð- stjórnarríkjunum stóð auðvitað ekki. Þau höfðu jafnan haldið fram þeirri skoðun, að f jórveldunum bæri að ganga til samninga um ágreiningsmál sín á jafnréttisgrundvelli. I fyrstu ræðunmn á Genfarfundinum lögðu leiðtogar fjórveldanna áherzlu á það, að það væri orðin almenn krafa, að fjórveldin jöfnuðu deilur sínar og bindi endi á kalda stríðið. Lýstu þeir yfir því, að þeir vildu vinna í þeim anda. f samræmi við það mótuðust öll störf fundarins af sáttfýsi og samningalipurð. Strax á fyrsta degi náðist samkomulag um dagskrá. Voru tekin fyrir fjögur mál og í þessari röð: Þýzkaland, öryggismál Evrópu, afvopnun og bætt sambúð austurs og vesturs. Endanlegar niður- stöður náðust reyndar ekki í neinu af þessum málum, enda eru þau öll slíks eðlis, að við því var ékki að búast, að þau yrðu til lykta leidd í fyrstu lotu, á aðeins einni viku. Eigi að síður var mönnum þegar ljóst í lok fundarins, að sá samkomulagsandi, er þar ríkti, mundi gerbreyta hinu pólitíska andrúmslofti í heiminum. Eisenhower hóf loka- ræðu sína á þessum orðum: „Þessi fundur markar spor í sögunni“. Hinar mikilvægu ákvarðanir fundarins „eru upphaf nýs tímabils í samskiptum þjóða vorra“, sagði Bulganin í lokaræðu sinni. Og tíminn, sem síðan er lið- inn, virðist réttlæta þessi ummæli. Eftir tíu ára villuráf virðast vesturveldin loks komin á hina einu færu og réttu leið: leið friðsamlegra samskipta ríkja með ólík hagkerfi, þá sömu leið, sem þeir Roosevelt og Stalín voru að byrja að marka á stríðsárunum. Ekki er þess þó að vænta, að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.