Réttur - 01.01.1955, Side 15
RETTUR
15
sósíalistísku lönd með f jölda útvarpsstöðva, dreifingu flug-
rita úr lofti, skipulagningu spellvirkja o. fl. Þessi pólitíska
sókn mundi ásamt viðskiptabanni væntanlega nægja til
að kollvarpa hinum ungu og pólitískt ótraustu alþýðulýð-
veldum og kannski koma af stað sundrung og uppreisnum
í Ráðstjórnarríkjunum og knýja þau til uppgjafar, svo
að kapítalisminn yrði aftur alls ráðandi á hnettinum.
Raunin hefur orðið nokkuð önnur. Hin pólitíska sókn
fór algerlega út um þúfur. Einmitt þegar hún stóð sem
hæst, var stofnað sósíalistískt alþýðulýðveldi í fjölmenn-
asta landi heims, og síðan vinna meira en 900 milljónir
manna að uppbyggingu sósíalismans í heiminum, eða þre-
falt fleiri en við upphaf kalda stríðsins!
Þá hefur Indland, annað f jölmennasta lands heims, tekið
ákveðna afstöðu gegn kalda stríðinu og skipað sér við
hlið sósíalistísku ríkjanna í baráttu þeirra fyrir því að
tryggja heimsfriðinn. Indland virðist og vera að skilja við
hin kapítalistísku lönd á efnahagssviðinu. Þing þess hefur
samþykkt að taka upp áætlunarbúskap og styðjast á því
sviði við reynslu sósíalistískra landa.
Ásamt þessum tveim ríkjum samþykktu f jölmörg önnur
ríki Asíu og Afriku á Bandungráðstefnunni mótmæli gegn
kalda striðinu og nýlendukúgun vesturveldanna.
Ekki hefur vesturveldunum tekizt að kveða niður upp-
reisnarhug nýlendnanna. Á tímabili kalda stríðsins hafa
sumar stærstu og f jölmennustu nýlendur, svo sem Indland,
Indónesía, Birma, brotizt udan vestrænum yfirráðum og
orðið sjálfstæð ríki. Margar aðrar nýlendur loga í upp-
reisnum. í enn öðrum nýlendum og hálfnýlendum gætir
vaxandi ólgu. Vesturveldin hafa því ekki getað látið það
nægja að prédika heiminum í ræðu og riti ást sína á frelsi,
lýðræði og mannhelgi, heldur hafa þau neyðzt til að sýna
heiminum hug sinn í verki, t. d. Hollendingar í Indónesíu,
Frakkar í Indókína og Norður-Afríku, Bretar á Malakka-
skaga, Kýpur, Kenya.
Eitt andsvar við kalda stríðinu náði þó miklu víðast, yfir