Réttur - 01.01.1955, Blaðsíða 16
16
RÉTTUR
lönd og álfur, allt inn í heimalönd hinna stríðsóðu auð-
drottna. Það var heimsfriðarhreyfingin. Þessi hreyfing
á sér engan líka í sögunni. Þegar málefni heimsins er stefnt
í slíkan voða, að við blasir allsherjartortíming, þá rís hinn
almenni maður, hinn ókenndi heimsborgari upp og mót-
mælir. Hundruð milljóna um öll lönd, allt frá Kína, Ind-
landi, Afríkulöndum til Bretlands, Suður-Ameríku, sjálfra
Bandaríkjanna, sameinast um hið eina nauðsynlega, að
forða mannkyninu frá ógnum kjarnorkustyrjaldar. Fólk,
sem ekki hefur einu sinni látið hversdagsleg sveitarmál til
sín taka og vill framar öllu mega sinna sínu í kyrrþey,
finnur sig til knúið að taka í taumana. Og það lætur sér
ekki nægja samþykktir á f jöldafundum. Hver maður geng-
ur fram persónulega, tjáir drottnendum heimsins vilja sinn
og skráir því til staðfestingar nafn sitt á blöð sögunnar.
Eftirminnilegra svar gat hinn vitfirrti hatursáróður
kalda stríðsins ekki fengið.
'e
Auðstéttir vesturlanda, sem ætluðu að einangra og uppræta
sósíalismann, eru sjálfar í bráðri hættu að einangrast, Pólitískt
gjaldþrot þeirra verður ekki dulið. Ósigur kapítalismans í kalda
stríðinu hefur ef til vill nú þegar kostað hann forustuna á
hinum alþjóða vettvangi.
Tímabil kalda stríðsins er jafnframt fyrsta skeið ís-
lenzka lýðveldisins. Það er því miður ekki hægt að segja,
að sú fyrsta ganga þess undir forustu hinna sjálfskírðu
,,ábyrgu“ flokka hafi orðið glæsileg. Það væri einungis að
vonum, ef þeir menn fyrri tíma, sem helguðu líf sitt sjálf-
stæðisbaráttu Islendinga, andvörpuðu í gröfum sínum:
,,Til hvers var barizt?“
Land, sem framar öllu þarfnast friðar, hefur látið hafa
sig til þátttöku í stríðsæsingum, inngöngu í hernaðar-
bandalag, beiðni um hernám.
Land, sem öldum saman barðist fyrir endurheimt efna-
hagslegs sjálfstæðis eins og fyrir lífi sínu, þiggur ölmusu,
einmitt þegar það er á tindi velmegunar, og afhendir í